VALMYND ×

Fréttir

Árshátíð

Fimmtudaginn 18. apríl verður Árshátíð Grunnskólans. Að venju verða 2 sýningar í boði, sú fyrri klukkan 17:30 og sú seinni kl:20:00. Eftir seinni sýningu verður diskótek fyrri nemendur.

Aðgangseyrir er 1500 kr. Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Skólahald riðlast að sjálfsögðu af þessum sökum. 

Hér er skipulag fimmtudagsins.

  • kl:10:00 Generalprufa í félagsheimilinu. Nemendur mæta beint í félagsheimilið.
  • 12:20 Matur

Enginn kennsla eftir hádegið.

  • 17:00 Nemendur mæta fyrir fyrri sýningu.
  • 19:30 Nemendur mæta fyrir seinni sýningu. 

Að seinni sýningu lokinni er diskótek til kl:22:00 hjá yngri (1. - 4. bekk) og 22:30 hjá þeim eldri (5. - 10. bekk)  

Á föstudaginn hefst hefst skóli klukkan 10:20. 

Fréttir vikunnar 18. - 22.mars

1 af 2

Vetur konungur lét heldur betur vita af sér þessa vikuna þar sem appelsínugular viðvaranir voru ríkjandi hér hjá okkur.  Það hefur snjóað tölluvert hjá okkur og krakkarnir leika sér að fullu í snjónum á skólalóðinni. Að sjálfsögðu var skólinn opinn og margir létu sig hafa það að koma þó veðrið væri ekki sem best.
Á fimmtudaginn var páskabingó hjá okkur. Allir voru mjög spenntir fyrir því og lögðu sig fram við að fylgjast með tölunum á sínu spjaldi.  

Nú hefst páskaleyfi hjá okkur en skólinn hefst að nýju miðvikudaginn 3.mars klukkan 8:00 stundvíslega. 

Óskum nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra páska.

Upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 7. mars var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Var hún haldin á Flateyri. Nemendur frá Þingeyri, Flateyi og Suðureyri tóku þátt. Það var Signý Þorlaug sem sigraði að þessu sinni og Emilía Emilsdóttir var í þriðja sæti. Nemendur stóðu sig allir mjög vel og erum við mjög stollt af þessum flotta hópi. 

Loka keppnin verður haldin 11. apríl  á Þingeyri.

Fréttir vikunnar 19. - 23.febrúar

Vikan hefur gengið nokkuð vel. Bekkjarkvöld var haldið í gær hjá miðstigi,  heyri ekki annað en það hafa gengið vel. 

Í næstu viku verða nemendastýrð foreldraviðtöl hjá mið- og elsta stigi. Nemendur fengu blað í dag sem þau nota til að undirbúa sig fyrir viðtalið. Á mánudag fá þau síðan miða heim með tímasetningu viðtalanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti.

Vona að þið eigið notarlega helgi. 

kveðja Ása 

Desember

Desember mánuður hefur liðið hratt hjá okkur enda nóg um að vera. Dagana 4. - 5. desember voru föndurdagar hjá okkur. 

Þann 14. desember skelltum við okkur síðan á jólasýningu í Turnhúsinu á Ísafirði. Þar fengu nemendur fræðslu um jólahald á árum áður. Einnig var þeim skipt í hópa og áttu að leysa lítið verkefni. Gekk það mjög vel hjá þeim.  Að lokum gáfu nemendur sér tíma til að skoða sýninguna betur. 

Í dag voru síðan Litlu jólin hér hjá okkur. Að venju komu jólaveinar í heimsókn og dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð.

Skólastarf hefst á nýju ári fimmtudaginn 4.janúar samkvæmt stundarskrá.

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.

  

Helstu fréttir vikunnar 27. nóvember - 1. desember

1 af 2

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hér í skólanum. Nemendur á mið - og unglingastigi voru að klára sínar smiðjur um efni sem þau völdu sjálf. Kynning var á fimmtudaginn en örfáir eiga eftir að kynna. Margt mjög áhugavert hjá þeim.

Þeir sem eru í vali í heimilifræði á fimmtudögum buðu foreldrum á kaffihús í Grunnskólanum á Ísafirði og heppnaðist það mjög vel. 

Í dag 1. desmber var opið hús hér hjá okkur þar sem foreldrar voru velkomnir í heimsókn. Við þökkum þeim sem komust, það er alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn.  

Í dag var einnig dagur íslenskrar tónlistar og að því tilefni sungu nemendur á yngsta stigi með þeim systkinum í Celebs. Allir voru mjög duglegir að syngja.

Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verða föndurdagr hjá okkur. 

Helstu fréttir vikunnar 20. - 24. nóvember

Foreldraviðtöl gengu vel í síðustu viku. Einnig viljum við þakka þeim sem mættu á flutning barnanna í tilefni degi íslenskrar tungu. Við erum mjög ánægð með mætinguna. 

Þessi viku hefur allt gengið nokkurð, nemendur eru að vinna á fullu í áhugsviðsverkefnum en skil eru í næstu viku. 

Á föstudaginn í næstu viku þann 1. desember verður opið hús hjá okkur. Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir að kíkja inn í kennslustofur til barnanna. Einnig ætlum við að halda daginn smá hátíðlegan og mæta spariklædd í skólann í tilefni fullveldisdegi Íslands.

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember býður starfsfólk og börn Grunnsólans á Suðueyri foreldrum og aðstandendum að koma og hlusta á upplestur barnanna kl:10:10 þann dag. 

Boðið verður upp á kaffi og með því að loknum lestri. 

 

 

Helstu fréttir vikunnar 30.október 3. nóvember

Þessi vika hefur gengið með ágætum, nemendur hafa unnið samkvæmt sínu áætlunum. 

Halloween ball var haldið á síðasta þriðjudag og það var stuð og stemning á staðnum. Það var farið í leiki og allir skemmtu sér konunglega og margir mjög duglegir að dansa.

Fimmtudaginn 9. nóvember n.k. verður starfsmannadagur hjá Ísafjarðarbæ og allt starsfólk fer á Ísafjörð um hádegi þann dag. Kennslu lýkur því klukkan 11:30 og nemendur fara beint heim. Enginn matur þann dag. 

 

 

 

 

Fréttir vikunnar 16. - 19. október

Í dag var fyrsta nemendaþing vetrarins. Ákveðið var að taka fyrir reglur á skólalóðinni, í matsalnum og á gangi/í stiga. Nemendum var skipt í hópa og ræddu sín á milli. Í lokin kynnti hver hópur sínar niðurstöður. Það er alltaf gaman að sjá hvað nemendur eru dugleg að taka þátt og koma með hugmyndir. 

Á morgun er starfsdagurr og vetrarfrí er síðan föstudaginn 20. og mánudaginn 23. október.

Eins og flestir vita hefur verið boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október. Þar af leiðandi verður skólinn lokaður þann dag.