VALMYND ×

Fréttir

Foreldrafundur

Kæru foreldrar barna í Grunnskólanum á Suðureyri

Nú er vetur konungur farinn að láta í sér heyra á Suðureyri og þá er ekki seinna vænna en að fara að huga að vetrarstarfinu hjá okkur í foreldrafélaginu.
Vill stjórn foreldrafélagsins bjóða öllum foreldrum að koma saman á morgun miðvikudag 28. október klukka 17:00 í Grunnskólanum þar sem farið verður yfir starfið okkar.

                                        Vonumst til að sjá sem flesta

                                                                     Stjórn foreldrafélagsins.

Tónleikar

Í dag fóru nemendur í 1. - 3. bekk ásamt elsta hóp í leikskólanum á tónleika til Ísafjarðar. Sinfóníuhljómsveitin kynnti fyrir okkur Maxímús Músíkús, músina sem leitaði skjóls í tónlistarhúsi og kynntist hljóðfærunum. Þetta var hin besta skemmtun og ekki annað að sjá en allir skemmtu sér vel og tóku þátt.

Nýsköpunarnámskeið á Ísafirði

Sigurvegarar Nýsköpunarkeppni Vestfjarða
Sigurvegarar Nýsköpunarkeppni Vestfjarða

Undanfarna 3 daga hafa nemendur í eldri hóp tekið þátt í nýsköpunarnámskeiði sem endaði með nýsköpunarkeppni grunnskóla á Vestfjörðum í dag. Eins og venja er voru þau samfélaginu og skólanum til mikils sóma. Unnu hugmyndir sýnar vel og hlutu verðlaun fyrir góða frammistöðu.

 


Meira

Skólalóðin orðin klár

Fallvarnir eru nú klárar við öll leiktæki á skólalóðinni. Mölin hefur vikið fyrir gúmmímottum og er nú mýkri lending ef óhapp verður. Vonir standi til að lóðin verði svo fullkláruð næsta sumar.

Matseðill 19-23.október

Mánudagur 19.okt

Blómkálssúpa, brauð með osti og eggi, grænmetibitar, ávextir

Þriðjudagur 20.okt

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur, grænmeti, malt- og rugbrauð, ávextir

Miðvikudagur 21.okt

Hakk með salsasósu, tortilla og salat

Fimmtudagur 22.okt

Nuddlur og kjötsósa, grænmeti og ávextir

Föstudagur 23.okt

Karrífiskur, hrisgrjón, grænmeti og ávextir

 

Verði ykkur að góðu...

Öðruvísileikarnir í Súðavík

Í ár fóru Öðruvísileikarnir fram í Súðavík. Nemendur í 1. – 7. bekk fóru og hittu fyrir nemendur frá Súðavík, Þingeyri og Flateyri. Það var boðið upp á söng, myndlist, dans auk allskonar þrauta sem nemendur tókust á við. Leikarnir enduðu svo með samsöng, dansi og pulsum áður en haldið var heim. Mikil ánægja ríkti hjá nemendum og starfsfólki með leikana og þökkum við Súðvíkingum kærlega fyrir okkur. Fleiri myndir frá leikunum má skoða hér.

Breytingar á Aðalnámskrá

B+ og C+ hefur verið bætt við námsmatskvarðann, þær einkunnir lýsa hæfni nemenda sem náð hafa að hluta til viðmiðum sem lýst er í aðalnámskrá. Matskvarðinn er því skilgreindur núna sem sex einkunnir: A, B+, B, C+, C og D. Námsmatskvarðinn A-D er skilgreindur þannig að nemandi sem fær B, B+ eða A hefur náð hæfniviðmiðum í 10. bekk. Má því gera ráð fyrir að þeir nemendur sem ná þeim viðmiðum búi yfir hæfni til þess að hefja nám í íslensku, ensku og stærðfræði í framhaldsskóla á hæfniþrepi tvö.

Það er ekki lengur gert ráð fyrir að einkunn í lykilhæfni sé birt á vitnisburðarskírteini nemenda við lok grunnskóla en gert er ráð fyrir því að unnið sé með lykilhæfni á öllum námssviðum og lagt mat á hana í öllum árgöngum.

Bleikur dagur og íþróttahátíðir

Síðasta föstudag fóru nemendur í 8. – 10. bekk á Bolungarvík og tóku þátt í skemmtilegri íþróttahátíð þar með öðrum grunnskólum á svæðinu. Hátíðin heppnaðist vel og nemendur voru mjög ánægðir með daginn.

Á föstudaginn 16. október er svo komið að 1. – 7. bekk. En þá verður haldin íþróttahátíð í Súðavík. Á föstudag er einnig bleikur dagur krabbameinsfélagsins og hvetjum við því nemendur og starfsfólk til að mæta í einhverju bleiku í tilefni dagsins.

Matseðill 12-16.október

Mánudagur 12.okt

Grænmetipasta, salat, brauð með osti

þriðjudagur 13.okt

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, rófur og gulrætur, maltbrauð

Miðvikudagur 14.okt

Lambakjöt í karrísósu, ofnbakaðar kartöflur, salat

Fimmtudagur 15.okt

Chilli con carne, hrisgrjón, salat

Föstudagur 16.okt

Skyr, brauð með osti, ávextir

Verði ykkur að góðu

 

 

Fræðsla um fjármál fyrir eldri nemendur

Í gær komu Elísabet og Sævar fyrir hönd fjármálavits til okkar og fóru með nemendur í fjármálafræðslu. Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla og er tilgangurinn að veita innblástur í kennslu um fjármál. Efni Fjármálavits er þróað af Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) í samvinnu við starfsmenn þeirra, kennara og kennaranema. Nemendur fengu kynningu, horfðu á myndbönd og gerðu svo áætlun um eyðslu og sparnað. Hægt er að skoða fleiri myndir hér.