VALMYND ×

Breyttur tími á skólasetningu

Skólasetning Grunnskólans á Suðureyri haustið 2019

 Ágætu nemendur og foreldrar

Vegna framkvæmda í skólanum verður skólasetning með óhefðbundnum hætti að þessu sinni.  Það vantar herslumuninn á að skólinn sé tilbúinn til notkunar og því verðum við að fresta skólabyrjun um einn dag. 

Skólinn verður því settur í kirkjunni föstudaginn 23.ágúst kl. 10:00.  Gert er ráð fyrir stuttri athöfn þar sem nemendur hitta kennara og fá afhent blöð með upplýsingum um mjólkur – og mataráskrift og stundatöflur.  Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum.  Skóli hefst svo mánudaginn 26. ágúst.  Kennslutími verður samkvæmt stundaskrá en búast má við óhefðbundnum verkefnum fyrstu dagana.  Okkar árlegu markmiðsviðtöl munu fara fram eftir kennslu í annarri og þriðju viku september.

 

Kveðja

Jóna