VALMYND ×

Fræðandi og frábær dagur

Í dag fóru nemendur í 5. - 10. bekk á Flateyri þar sem þeir hittu nemendur frá Flateyri og Þingeyri og tóku þátt í Háskóla unga fólksins.

Dagurinn var alveg frábær. Nemendur voru áhugasamir og samfélaginu til sóma. Þau skemmtu sér konunglega við tilraunir í eðlis- og efnafræði, þar sem þau mældu C-Vítamín innihald með joði og hárþykkt með laser. Beygðu og sveigðu ljós og notuðu rauðkál sem litvísir. Þau lærðu hvernig á að taka viðtal og hvernig góð frétt er unnin. Smíðuðu vindmillu og fræddust um loftsteina og svarthol auk þess að skoða sólargos með sjónauka. Þetta er aðeins brot af því sem þau tóku sér fyrir hendur og hvet ég foreldra og forráðamenn til að fá nemendur til að segja sér frá deginum.

Hér má skoða myndir frá deginum.

 

Ég hlakka til að sjá alla sem hafa tök á því í skólanum á morgun á Skólasýningu og Háskólalestinni.