VALMYND ×

Fræðsla frá Barnaheill 15. desember 2022

Við fáum gesti til okkar í dag frá Barnaheill en þeir verða með forvarnarfræðslu sem heitir SKOH! Hvað er ofbeldi?

Þetta er forvarnafræðsla Barnaheilla fyrir börn í 5. – 10. bekk grunnskóla um ofbeldi gegn börnum með áherslu á einelti og kynferðisofbeldi. Rannsóknir sýna að með aukinni fræðslu og sjálfseflingu eru minni líkur á að ofbeldi eigi sér stað og meiri líkur á að börn leiti sér aðstoðar ef þau lenda erfiðum aðstæðum. Fræðsla til barna er því mikilvægur liður í því að uppræta ofbeldi gegn börnum. Markmiðið með fræðslunni er að nemendur þekki til einkenna eineltis og kynferðisofbeldis en einnig er lögð áhersla á samskipti, samþykki og mörk.

SKOH! Hvað er ofbeldi?  byggir á þátttöku og tjáningu nemenda í öruggu og þægilegu umhverfi þar sem virðing og samkennd er í fyrirrúmi. Einnig er farið í leiki, sagðar eru sögur og horft á myndbönd sem snúast um ofbeldi, mörk og samskipti.

SKOH! Hvað er ofbeldi?  valdeflir nemendur í að bregðast við ef grunur vaknar um eða tilkynna þarf ofbeldi.