VALMYND ×

Fréttir vikunnar 15. - 19.apríl

Undirbúningur fyrir árshátíð er búin að vera í fullu gangi þessa vikuna. Nemendur lögðu sig vel fram í þessum undirbúningi. Það mátti síðan sjá afraksturinn á sýningunni í gær. Allir stóðu sig mjög vel og atriðin hjá öllum hópum mjög skemmtileg. Ballið var ekkert síðra, allir í góðu skapi og þau skemmtu sér vel.

Við erum mjög stollt af hópnum okkar eftir þessar sýningar og alla vinnunna sem þau hafa lagt í þetta. 

Næsta vika verður í styttra lagi þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudeginum. Á föstudegi er starfsdagur þannig að það er enginn skóli hjá nemendum. Því eru bara 3 kennsludagar í næst viku.