VALMYND ×

Fréttir vikunnar 20.-24.janúar

Nemendur miðstigs með nýju heyrnartólin.
Nemendur miðstigs með nýju heyrnartólin.
1 af 7

Skólastarfið hefur að mestu leyti verið í hefðbundinum skorðum þessa vikuna, á fimmtudaginn var þó enn einn óveðursdagurinn og kennsla raskast alltaf eitthvað þegar vantar marga nemendur en við því er ekkert að gera.

Miðstigið er að vinna að umhverfisverkefni í samfélagsfræði. Til að byrja með er áherslan á mismuninn á því sem maður þarfnast og það sem mann langar í. Þar er einnig verið að flokka rusl og vigta og skoða hvort eitthvað er hægt að gera til að minnka ruslið sem kemur frá þeim á skólatíma.  Þetta verkefni mun taka nokkrar vikur og ætlunin er að breiða það út til annarra nemenda og skólasamfélagsins í heild.

Nemendur á miðstigi geta nú einnig fengið afnot af heyrnartólum þegar þeir eru að vinna verkefni á ipad í skólanum, það var mikil gleði þegar þeir fengu að prófa þau í fyrsta skipti.

Í tengslum við verkefnið okkar um eflingu orðaforða hjá nemendum höfum við nú fengið aðgang að prófi til að meta íslenskukunnáttu nemenda sem eru með erlendan bakgrunn. Prófið heitir ,,Milli mála" og er einstaklingspróf hannað af Elínu Þöll Þórðardóttur og samstarfsmönnum hennar við háskólann í Ontario í Kanada. Við vonumst til að verða búin að prófa alla fyrir foreldraviðtöl svo við getum gefið herjum og einum gleggri upplýsingar um stöðuna í íslenskunni. 

Nú í morgun varð svo óvænt uppákoma hjá okkur þegar við fengum Einar Mikael töframann í heimsókn. Það má segja með sanni að nemendur hafi veirð heillaðir upp úr skónum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum fengu þeir líka að taka þátt í nokkrum töfrabragðanna.