VALMYND ×

Hlutverk foreldra og skóla

Ágætu foreldrar

Það hefur verið staðfest í mörgum rannsóknum á skólastarfi að þátttaka foreldra og áhugi þeirra á námi hefur veruleg áhrif á gengi barna í skóla.  Samstarf heimila og skóla er því ekki bara til gagns fyrir skólann heldur skiptir það jafnvel meira máli fyrir nemendur.  Við höfum rætt talsvert um möguleika okkar á samstarfi og þar er að mörgu að hyggja.  En samstarf þýðir að báðir aðilar koma með sín sjónarhorn að borðinu og byggja svo samvinnuna á því sem þeir eiga sameiginlegt og sammála um að verði að gagni.  Til að samvinna foreldra og skóla hér á Suðureyri verði sem gagnlegust fyrir nemendur er mikilvægt fyrir okkur að tala saman og þekkja þau hlutverk sem við gegnum.  Starfsmenn skólans geta ekki, einir og sér, ákvarðað hlutverk foreldra hvað varðar skólagöngu barna, það þurfa foreldrar að gera með okkur.   Til að skilgreina þá samvinnufleti sem gagnlegastir geta orðið ætlum við að bjóða ykkur til sameiginlegs fundar þar sem við vinnum saman að því að skilgreina hlutverk foreldra og skóla þegar kemur að skólagöngu.  Fundurinn verður haldinn þann 29.febrúar frá kl. 17:00 - 19:00 og biðjum við ykkur að taka þennan tíma frá, því mikilvægt er að sjónarmið allra foreldra heyrist í þessari vinnu.  Unnið verður með þjóðfundarsniði og túlkað í það minnsta á pólsku og tælensku.