VALMYND ×

Jólaþema

Stemmingin er búin að vera einkar friðsæl og jólaleg í skólanum.

Í dag og í gær var jólaþema. Nemendum var skipt í fjóra aldursblandaða hópa. Hver hópur var svo rúma klukkustund að búa til jólaskraut, jólagjafapoka, púsla og gera jólakort.

Jólatónlistin ómaði úr hverju rými. Einbeittir, áhugasamir og kátir nemendur nutu þess að taka þátt.

 

Við tókum fullt af myndum og það má skoða þær hér.