VALMYND ×

Kosið í nemendaráð

1 af 3

Fyrsti fundur nemendaráðs Grunnskólans á Suðureyri var haldinn í gær og fjölmörg framboð bárust. Dísa Líf Einarsdóttir var kosinn formaður, Ólína Halla C. Þrastardóttir ritari og varaformaður og Þórunn Birna Bjarnadóttir gjaldkeri. Í skemmtinefnd völdust Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Karolina Anikiej, Álfdís Hrefna Þorleifsdóttir og Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson. Álfdís Hrefna Þorleifsdóttir, Krzysztof Duda og Damian Karol Szablowski voru valdir plötusnúðar. Næsti fundur nemendaráðsins sem er jafnframt fyrsti vinnufundur þess verður haldinn á föstudaginn 18. september.