VALMYND ×

Kosning um merki fyrir skólann

Hér má sjá tillögurnar þrjár saman
Hér má sjá tillögurnar þrjár saman
1 af 4

Í síðustu viku kom dómnefnd saman og valdi 3 merki. Þetta var auðvitað ekki auðvelt og tók dómnefndin sér góðan tíma í að rökræða sig niður á 3 tillögur sem þóttu í frábærum hóp tillagna, bestar.

Í kjölfarið ræddi ég við hönnuði þessara þriggja tillagna og við fórum yfir hvað gæti breyst þegar þær fara í vinnslu og hvort það væri í lagi. Sigurtillagan verður nefnilega útfærð frekar af nemanda í tækniskólanum. Þannig hún sé til í góðum gæðum og hægt sé að nota hana á ýmsan hátt.

Tillögurnar 3 má sjá hér til hægri en hægt er að lesa um tillögurnar hér fyrir neðan.

 

Tillaga X

Akkerið - skólinn er akkeri í samfélaginu. Sameinuð tillaga Kötlu Vigdísar 8. bekk og Heru Magneu 7. bekk. Akkerið verður stórt og 1908 komið fyrir á góðum stað ásamt því að einkunnarorð skólans koma vel fram. Fiskarnir þrír með vísan í sjómennsku sem er grunnstoð samfélagsins og í ætt við gamla hreppsmerkið. Litasamsetning og uppsetning er í höndum hönnuðar.

 

Tillaga Y

Brjóturinn og Gölturinn - einkenni Suðureyrar fyrir miðju, nafn skólans og einkunnarorðum bætt við. Tillaga frá Weroniku í 6. bekk. Lögun merkisins mögulega hringlótt með einkunnarorðum skólans í hring utan um. Litasamsetning, uppsetning og lögun í höndum hönnuðar.

 

Tillaga Z

Grunnskólinn fer út úr kassanum - vegur til framtíðar. Tillaga frá Sigríði Svölu 7. bekk. Litaval, uppsetning,  staðsetning 1908 og einkunnarorða í höndum hönnuðar. Grunnskólinn á Suðureyri fyrir miðju á leið út úr kassanum og til framtíðar.

 

Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir frábærar tillögur og óskum Kötlu, Heru, Weroniku og Sigríði til hamingju með að komast í úrslit.

Kosning mun fara fram á síðu Grunnskólans á Suðureyri og á facebook. Hún hefst við birtingu fréttar og henni lýkur föstudaginn 27. maí. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja öllum atkvæðum. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt óháð búsetu og tengingu við fjörðinn.

 

Smellið hér til að kjósa!

 

Tilkynnt verður um úrslit og verðlaun afhent á skólaslitum 31. maí.