VALMYND ×

Núvitund í uppeldi barna

Hvenær:  

Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 19.30 – 22:00

Kennsla: 

Bryndís Jóna Jónsdóttir núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu

Hvar:  

Stjórnsýsluhúsið, salur 4. hæð.  

Verð: 

Frítt er á námskeiðið, en skráning fer fram hjá skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar í netfangið gudrunbi@isafjordur.is vinsamlegast skráið nafn ykkar og netfang eða símanúmer.

 

Núvitund (e.mindfulness) hjálpar börnum og fullorðnum við að takast á við áskoranir daglegs lífs og öðlast meiri hugarró og vellíðan. Á þessu stutta en hagnýta námskeiði færðu innsýn í hvað núvitund er og kynnist leiðum og æfingum sem stutt geta við núvitund barna og um leið hvernig þú getur aukið eigin núvitund og styrkt þig sem uppalanda.

 

Fyrir hverja:                                                                                                                      

Námskeiðið er ætlað foreldrum, forráðamönnum, öfum, ömmum og öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig núvitund getur verið gagnleg við uppeldi barna.

 

Á námskeiðinu er fjallað um:  

- Hvað felst í núvitund og hvernig þjálfa má núvitund.
- Hvað rannsóknir segja um ávinning þess að tileinka sér núvitund og gildi þess að gefa börnum tækifæri og stuðning til að næra sína núvitund.
- Hvernig við sem uppalendur getum nýtt núvitund til að stuðla að eigin jafnvægi og vellíðan ásamt því að styðja börn til að rækta með sér núvitund og velvild.
- Hagnýtar æfingar fyrir börn og fullorðna sem stuðla að núvitund og velvild.

 

Ávinningur þinn:

- Aukin hugarró, einbeiting og velvild í eigin garð og til annarra.
- Þekking á æfingum sem stuðlað geta að jafnvægi og vellíðan.

 

Kennari: 

Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf.
Bryndís Jóna hefur haldið fjölmörg námskeið, vinnustofur og fyrirlestra um núvitund, heilsueflingu og jákvæða sálfræði.