VALMYND ×

Skólablaðið

Skólablað Grunnskólans á Suðureyri kom í gær, ennþá volgt eftir prentunina. Blaðið er 44 blaðsíður og sneisafullt af myndum og efni frá nemendum skólans.

Um helgina fara nemendur um bæinn og selja blöðin. Ef þið missið af heimsókn, þá er um að gera að hafa samband við einhvern nemanda og fá blaðið. Blaðið í ár líkt og í fyrra kostar 1.000 kr. Hægt er að staðgreiða eða leggja inn á reikning: 0174-05-420260 kt: 560686-1459.