VALMYND ×

Stóru upplestrarkeppnin lokið

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hömrum sal Tónlistarskólans á Ísafirði í gærkvöldi. Keppendur lásu brot úr bók Bryndísar Björgvinsdóttur og ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Fjölmargir gestir voru á hátíðinni og var hún vel heppnuð í alla staði. Hera Magnea okkar stóð sig einstaklega vel og var skólanum til mikils sóma. Að þessu sinni var það Sigrún frá Flateyri sem vann og óskum við henni og Grunnskólanum í Önundarfirði til hamingju með sigurinn.