VALMYND ×

Úrslit Skólahreystis

Fyrsta skipti í úrslitum! 

Sameiginlegt lið grunnskólana á Suðureyri og Súðavík keppti í kvöld í úrslitum Skólahreysti í fyrsta skipti. Hjördís keppti í armbeygjum og hangi. Flóki í upphífingum og dýfum. Hera og Ragnar í hraðbraut og þau Þórunn og Gabriel voru varamenn.

Full rúta af stuðningsfólki kom að vestan og studdi vel við bakið á keppendum sem stóðu sig frábærlega og nældu í 7. sætið. 

Keppendur og stuðningsfólk var skólanum og samfélaginu til mikils sóma. Persónuleg met féllu og margir fengu dýrmæta reynslu. Það skilaði sér með þessum frábæra árangri sem við erum afar stolt af.

Til hamingju krakkar!