VALMYND ×

Útskriftaferð elstu nemenda

Nú er þetta bráðum fullorðna fólk komið heim. Þau renndu í skólahlaðið þreytt en sæl í gærkvöldi eftir frábæra vorferð.

Fyrst var ferðinni heitið í Skagafjörð, þar sem gist var á Bakkaflöt og farið í flúðasiglingu og litbolta. Eftir litboltann skelltu þau sér í sund og síðan í mat á veitingastofunni Sólvík á Hofsós áður en haldið var til Akureyrar. Þar gistu þau í Stórholti og fóru í bíó og keilu, á siglingarnámskeið hjá siglingarklúbbnum Nökkva og að skjóta hjá skotfélagi Akureyrar. Það var borðað á Bautanum og Greifanum, þau skelltu sér á Brynjuís, á Subway og áður en þau lögðu af stað heim í gær fengu þau sér flatböku á Dominos. Síðasta stoppið var svo á Reykjanesi þar sem þau hristu sig aðeins eftir langa bílferð og fengu sér að borða.

Við erum auðvitað mjög stolt af þessum frábæra hóp og gaman er að segja frá því að skólanum hafa borist nokkrir póstar þar sem hópnum er lofað fyrir að vera prúð og skólanum til mikils sóma. Það koma svo inn nokkrum myndum úr ferðinni í næstu viku.

Myndirnar frá ferðinni má skoða hér.