VALMYND ×

Velkomin aftur skólann

Skóli hófst í morgun að loknu jólafríi og eins og áður leggjum við mikla áherslu á lesturinn.  Í morgun kynntum við nýja lestrarátkaið hans Ævars vísindamanns fyrir nemendum og margir eru spenntir fyrir þátttöku.  Það er hægt að fá miða í skólanum og það má líka skila þeim til mín og ég mun senda alla miðana sem hafa borist við lok átaksins.  Það er til mikils að vinna því Ævar mun draga nokkra þátttakendur úr sendum miðum og þeir sem eru svo heppnir verða sögupersónur í næstu bók hans.

Hér er hlekkur með reglunum

https://www.visindamadur.com/copy-of-lestraratakid-2017-2018

Rétt er að benda á núna gefst foreldrum einnig tækifæri til að taka þátt.

Hér er svo kynning frá vísindamanninum sjálfum.

https://www.youtube.com/watch?v=0WEcY7NiTew#action=share

Kveðja

Jóna