VALMYND ×

Fréttir

Skólaferðalag

Góðan dag

Nemendur í 9. og 10. bekk hafa verið í skólaferðalagi þessa vikuna. Ferðin hófst með því að fara norður á Bakkaflöt. Veðrið lék við ferðalangana og var orðið ansi heitt í bílnum. Því var stoppað oft á leiðinni til að kæla sig niður. Þegar komið var á áfangastað var farið á hestbak og í loftbolta. Á öðrum degi var farið í flúðasiglingu, litabolta og klettaklifur. Nemendur sögðu að allt þarna væri geðveikt gaman! Matur og gisting til fyrirmyndar einnig. 

Á miðvikudegi var keyrt til Reykjavíkur. Byrjað var á að fara í Fly Over Iceland og bíó í Lúxus sal. Á fimmtudeginum var farið í Húsdýragarðinn, aðeins verslað og slappað af en um kvöldið var farið út að borða, í keilu og í ísbíltúr. Keyrt er vestur í dag, föstudag og áætluð heimkoma er kl 16. 

Fatasund

Á morgun, miðvikudaginn 18. maí, verður fatasund fyrir alla hópana í sundtímanum. Nemendur völdu fatasund sem umbun fyrir að lesa það mikið af bókum að þau fylltu út fimmtu hilluna í bókaskápnum okkar. 

Litla Act Alone leiksýning

Nemendum grunnskólans og leikskólans var boðið á sýninguna Ef ég væri tígrisdýr í boði Litlu Act Alone fyrir æskuna. 

Páskafrí

Á föstudaginn fengu nemendur pizzu veislu þar sem þau höfðu lesið það mikið af bókum að búið er að fylla fjórðu hilluna í bókaskápnum okkar.  Það var gaman að geta sest öll niður og borðað saman áður en við héldum út í páskafríið. 

Njótið þess að vera í páskafríi og sjáumst að nýju þriðjudaginn 19. apríl

5. -7. bekkur fékk skemmtilegt boð

5. - 7. bekk boðið á Árshátíð GÖ

 

Nemendum í 5. - 7. bekk í grunnskólanum barst boð á árshátíð í næsta firði. Grunnskólinn í Önundarfirði bauð okkur að koma til sín næsta fimmtudag og halda með þeim árshátíð frá k 19-21. 

Við ætlum að skella okkur með rútu yfir til þeirra og sjá sýningu sem þau eru búin að undirbúa. Njótum veitinga með þeim og dönsum til kl 21 en þá fer rútan með okkur heim. 

Litla Upplestrarkeppnin

Litla Upplestrarkeppnin var haldin fimmtudaginn 24. mars s.l í Grunnskólanum á Suðureyri. Nemendur í 7. bekk frá Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskólanum á Suðureyri lásu upp sögu og ljóð með miklum sóma. þrír nemendur úr hvorum skóla komust áfram og munu keppa í Stóru Upplestrarkeppninni sem haldin verður í Hömrum á Ísafirði þriðjudaginn 5. april kl 17. 

Öskudagurinn

1 af 2

Í gær var búningadagur i skólanum. Börnin mættu í hinum ýmsu búningum og var mikið fjör. Í umbun fyrir bókahillu þrjú í lestrarátakinu okkar fengur þau einnig frostpinna í gær, en það náðist nú ekki mynd af þeirri veislu

Samstarf gunnskóla og Menntaskólans á Ísafirði

Miðvikudaginn 9. mars s.l hittust skólastjórnendur grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum og Menntaskólans á Ísafirði á fundi. Umræðuefnið var efling samstarfs milli skólastiganna tveggja. Mikill hugur er í skólastjórnendum um að auka samstarf milli skólastiganna, bæði hvað varðar starfsfólk og nemendur. Næsti fundur skólastjórnenda verður haldinn í Grunnskólanum í Bolungarvík í byrjun maí og þar verða línurnar fyrir formlegra frekarar samtarf lagðar. 

Búningadagur!

Þar sem Öskudagur "féll niður" í þarsíðustu viku ætlum við að blása til búningadags í skólanum á morgun, miðvikudag.