Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | miðvikudagurinn 21. febrúar 2018

Matseðill 19-23. febrúar

Mánudagur

Grjónagrautur, brauð með eggi, grænmeti, ávextir

Þriðjudagur

Gúfusoðinn fiskur, soðnar kartöflur, grænmeti, ávextir

Miðvikudaur

Tortilla með hakki, grænmeti, ávextir

Fimmtudagur

Fiskur í raspi, kartöflur, sósa, salat, ávextir

Föstudagur

Karrí kjuklingur, nuddlur, ávextir

 

VERÐI YKKUR Á GÓÐU

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | þriðjudagurinn 20. febrúar 2018

Lestrarsprettur

Nú er lestrarsprettur hafin hjá nemendum í 1. - 4. bekk. Markmiðið er að hver nemandi lesi að lágmarki 30 mínútur á dag bæði heima sem og í skóla. Nemendur stefna á að lesa um 10.800 mínútur á tímabilinu en því lýkur 16. mars. Að þessum spretti loknum munu nemendur gera  sér glaðan dag en þau eru búin að velja hvað það er.

Bryndís Ásta Birgisdóttir Bryndís Ásta Birgisdóttir | þriðjudagurinn 13. febrúar 2018

Löng helgi

Á morgun miðvikudag er starfsdagur og síðan taka við tveir vetrarfrís dagar. Nemendur mæta aftur í skólann mánudaginn 19. febrúar. Góða helgi.

Bryndís Ásta Birgisdóttir Bryndís Ásta Birgisdóttir | mánudagurinn 12. febrúar 2018

Búningadagur

Á morgun þriðjudaginn 13. febrúar verður búningadagur í skólanum. Við hvetjum alla til þess að mæta í búningi.

kveðja, nemendaráðið

Sædís Ólöf Þórsdóttir Sædís Ólöf Þórsdóttir | miðvikudagurinn 31. janúar 2018

Kynning á ferðalagi um Suðurströndina

1 af 3

Sæl öllsömul

 

Hér koma nokkrar myndir frá frábærum fyrirlestrum sem nemendur á miðstigi héldu fyrir foreldra og aðstandendur. Þrátt fyrir mikinn spenning og stress tímann á undan þá stóðu þau sig stórkostlega og allir skemmtu sér vel. Þar með lauk hugaferðalagi krakkana um Ísland og nú tekur við að læra um Víkinga og sögu Íslands. 

 

Ég vil sérstaklega þakka þeim foreldrum sem sáu sér fært að mæta og mun senda glærurnar á alla foreldra á miðstigi til að nemendur geti sýnt ykkur hugmynd sína að ferðalagi um Suðurlandið fyrir ykkur sem komust því miður ekki. 

 

Kær kveðja, Sædís

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | miðvikudagurinn 31. janúar 2018

Þorrablót

Föstudaginn 2. febrúar ætlum við að halda Þorrablót í Félagsheimilinu. Húsið opnar klukkan 18:30 og borðhald hefst klukkan 19:00. Gestir koma með sinn eigin mat en kaffi og konfekt verða í boði að borðhaldi loknu. Vinsamlegast athugið að börn eru á ábyrgð forsjáraðila.

Aðgangseyrir er 500kr.

það er ennþá hægt að skrá sig. Endilega hafið samband við okkur (Tara, Svala, Ólöf, Emilia eða Magdalena).

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn foreldrafélagsins.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 29. janúar 2018

Matseðill 29. jan - 2. feb

Mánudagur

Matarmikill fiskisúpa, rugbrauð, ávextir

Þriðjudagur

Heilhveiti spaghetti, bauna- og kjötsósa, salat, ávextir

Miðvikudagur

Lambasnitsel, kartöflur, grænmeti, ávextir

Fimmtudagur

Fiskur m/osti, ofnbakaðar grænmeti, salat, ávextir

Föstudagur

Pizza, ávextir

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 23. janúar 2018

Vetrarvindar

Í dag og á morgun, miðvikudag verður vindasamt og biðjum við foreldra því að huga að því hvort þarf að fylgja og/eða sækja nemendur í skólann eftir því hvernig aðstæðurnar hér á eyrini eru. Þetta á auðvitað sérstaklega við yngri nemendur. Skólinn er að sjálfsögðu opin. Áætlun vegna röskunar á skólastarfi vegna veðurs má finna hér.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 22. janúar 2018

Matseðill 22-26.janúar

Mánudagur

Kjöt- og grænmetissúpa, brauð, ávextir

Þriðjudagur

Fiskur í raspi, kartöflur, koktejlsósa, salat, ávextir

Miðvikudagur

Kjuklingabringa í rjómasósu, hrisgrjón, grænmeti, ávextir

Fimmtudagur

Pastaréttur, salat, brauð, ávextir

Föstudagur

Ofnbakaður fiskur, grænmeti, kartöflur, ávextir

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Sædís Ólöf Þórsdóttir Sædís Ólöf Þórsdóttir | þriðjudagurinn 16. janúar 2018

Ferðalag Miðstigsins um Suðurlandið

1 af 3

Seinustu viku hefur Miðstigið verið að kynna sér Suðurland Íslands. Til að brjóta upp kennslu fengu þau það verkefni að útbúa 3ja daga ferð um svæðið. Þau unnu saman í þremur hópum og stóðu sig frábærlega vel og höfðu mjög gaman af. Þetta vakti mikinn áhuga hjá þeim á Íslandi og að ferðast um landið og þá sérstaklega þetta svæði sem fáir höfðu heimsótt. 

 

Glærusýningin þeirra hefur tekið flotta mynd og eru þau byrjuð að æfa fyrirlestur. Þeim langar að bjóða foreldrum og öðrum aðstandendum í heimsókn næsta föstudag, 19. janúar, og fræða þau um Suðurlandið og segja frá öllu því sem þeim langar að gera og skoða þar. Fyrirlestrarnir verða á milli 11:30 - 12:30 og allir aðstandendur velkomnir sem komast á þeim tíma. 

 

Fleiri myndir koma eftir fyrirlesturinn. 

 

Kveðja 

Miðstigið

Eldri færslur

« 2018 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      
Vefumsjón