Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 22. mars 2018

Sigur í Vestfjarðarriðli Skólahreystis

Við æfingar á árinu áttuðum við okkur strax á því að við vorum með fullt af duglegum og flottum stelpum en vantaði stráka til að keppa í Skólahreysti. Undirritaður fór í heimsókn á unglingastigið í Súðavík og tók eftir því að þar voru ekkert nema strákar og örfáar stelpur. Í kjölfarið var því ákveðið í samráði stjórenda skólana að í ár yrðu Grunnskólinn á Suðureyri og Súðavíkurskóli með sameiginelgt lið.

 

Opnaðu fréttina til að lesa meira og sjá fleiri myndir.


Meira
Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 20. mars 2018

PISA könnun

1 af 2

PISA könnun er lögð fyrir 10. bekkinga þriðja hvert ár. Og í dag var hún lögð fyrir nemendur í 10. bekk í Grunnskólanum á Suðureyri.

Starfsmaður frá Menntamálastofnun kom og sá um fyrirlögnina. Könnunin gekk vel, prófin eru geymd á minnislyklum og voru laus við alla hnökra.

Nemendur byrjuðu daginn á morgunverði og næðisstund í umsjón Bryndísar og tóku að því loknu könnunina.

Könnunin er í þrem hlutum. Tveir klukkutíma hlutar sem kanna lesskilning, stærðfræði og náttúrufræði með hlé á milli og svo einum spurningarhluta í lokinn þar sem m.a. var spurt út í fjölskylduhagi og áhugamál nemenda. Allt gekk vel og nemendur voru sér og okkur öllum til sóma.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | mánudagurinn 19. mars 2018

Lestrarspretti lokið

Nú hafa nemendur í 1. - 4. bekk lokið átakinu í lestri eða lestrarspretti. Markmiðið var að ná að lesa  10.800 mínútum á þessu tímabili, en miðað er við að allir nemendur lesi 30 mínútur á dag. Þetta stóðs hjá þeim og rúmlega það. Nemendur völdu að horfa á mynd í lokin og á föstudaginn síðasta horfðu þau á mynd og fengu popp með því. Þau stöðu sig frábærlega og eiga hrós skilið.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 16. mars 2018

Árshátíðin heppnaðist vel

Í gær fór fram árshátíð Grunnskólans á Suðureyri. Nemendur byrjuðu daginn á rennsli og síðan generalprufu. Sýningar nemenda um kvöldið heppnuðust vel og mikið var hlegið jafnt á sviði sem út í sal. Nemendur sýndu leikrit um ræningjana í Kardemommubæ undir leikstjórn Bryndísar og tónlistarumsjón Söru.

Að seinni sýningu lokinni var síðan diskó og nemendur dönsuðu og skemmtu sér fram á rauða nótt. Um hundrað gestir mættu og við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna. Við erum stolt af nemendum sem sýndu dugnað og mikinn áhuga við undirbúning og á sýningunum sjálfum. Takk fyrir frábæra árshátíð.

Myndir frá sýningunum má skoða hér.

Sara Hrund Signýjardóttir Sara Hrund Signýjardóttir | fimmtudagurinn 15. mars 2018

Upplestrarkeppnin á Ísafirði

1 af 3

Nemendur okkar þau Stefán Chiaophuang og Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir stóðu sig með miklum ágætum og urðu sjálfum sér og okkur öllum til sóma í Stóru Upplestrarkeppnni sem fram fór í Hömrum 13.mars síðastliðinn. 

Fyrst lásu keppendur brot úr sögu eftir Sigrúnu Eldjárn, svo ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og að lokum lásu þau ljóð að eigin vali. Keppnin var hin skemmtilegasta og fluttu nemendur Tónlistarskólans á Ísafirði tónlist á milli atriða og höfðu nemendur úr Grunnskóla Ísafjarðar verið svo góð að baka pönnukökur og annað góðmeti, sem keppendur og gestir fengu að njóta góðs af í hléi. 

Við þökkum Stefáni og Svanfríði kærlega fyrir keppnina og hlökkum til keppninnar á næsta ári. 

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 13. mars 2018

Árshátíð Grunnskólans á Suðureyri

1 af 2

Nú eru æfingar á fullu fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 15. mars. Það verða tvær sýningar og byrja þær stundvíslega kl. 17:00 og 20:00. Verð á sýningu er kr. 1.000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Í ár flytja nemendur Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner.

 

Nemendur mæta stundvíslega kl: 09:00 út í félagsheimili á fimmtudaginn. Eftir rennsli fara nemendur heim og hvíla sig fyrir sýningarnar. Nemendur mæta aftur stundvíslega út í félagsheimili  kl: 16:30 fyrir fyrri sýninguna og kl: 19:30 fyrir þá seinni. Að seinni sýningu lokinni er diskó til 21:30 hjá yngri (1. - 4.) og 22:30 hjá eldri (5. - 10.).Nemendur fá að sofa aðeins lengur daginn eftir þennan annasama dag og því er mæting kl: 09:40 á föstudaginn.

 

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 9. mars 2018

Styttist í skólahreysti

Sameiginlegt lið Suðureyrar og Súðavíkur tekur þátt í skólahreysti þann 21. mars.

Stífar æfingar hafa verið undanfarið og Súgfirðingar farið í heimsókn til Súðvíkinga og þeir komið til okkar.

Við stefnum á að keyra suður 20. mars gista eina nótt. Taka þátt í keppninni og keyra svo vestur aftur eftir keppni.

Mikil tilhlökkun er meðal keppenda en liðið verður kynnt nánar síðar.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 6. mars 2018

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fer fram í Hömrum á Ísafirði þriðjudaginn 13. mars kl 17:00.

 

Tveir nemendur frá Grunnskólanum á Suðureyri taka þátt að þessu sinni. Stefán og Svanfríður komust áfram í undankeppni sem haldin var nýverið og erum við því með tvo flotta fulltrúa í keppninni í ár. Við hvetjum áhugasama til að mæta og fylgjast með.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 5. mars 2018

Matseðill 5-9.mars

Mánudagur

Hakksúpa, brauð, ávextir

Þriðjudagur

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, grænmeti og ávextir

Miðvikudagur

Gúllas, hrisgrjón, salat, ávextir

Fimmtudagur

Kjötfarsbollur, kartöflur, grænmeti og ávextir

Föstudagur

Ofnbakaður fiskur, grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 27. febrúar 2018

Bíókvöld

Pixabay
Pixabay

Í kvöld, þriðjudag 27. febrúar verður bíókvöld í skólanum.

Krakkar í 1. - 4. bekk geta mætt kl. 17:00, bíóinu lýkur svo kl. 19:00.

Krakkar í 5. - 10. bekk geta mætt kl. 19:00 og bíóinu lýkur svo kl. 21:00.

Verð 300 kr.

Ekkert gos eða nammi, einungis mæta með góða skapið :)

 

                                        Kveðja,

                                        Nemendaráðið

Eldri færslur

« 2018 »
« Október »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Vefumsjón