Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 14. desember 2017

Litlu jólin

Nú styttist í jólafrí hjá nemendum. Á mánudaginn er síðasti skóladagur og í tilefni þess ætlum við að bjóða nemendum upp á heit súkkulaði eftir seinni frímínútur.

Í tilefni þess hvetjum við nemendur til að taka með sér smákökur til að fá sér með súkkulaðinu.

 

Þriðjudaginn 19. des eru svo litlu jólin.

Nemendur mæta klukkan 09:00 með lítinn jólapakka með sér til að taka þátt í jólapakka leik.

Miðað er við að hann kosti ekki meir en 500 kr.

Við reiknum svo með að þessu ljúki um klukkan 11:30 eru nemendur þá komnir í jólafrí.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 13. desember 2017

Jólaþema

Stemmingin er búin að vera einkar friðsæl og jólaleg í skólanum.

Í dag og í gær var jólaþema. Nemendum var skipt í fjóra aldursblandaða hópa. Hver hópur var svo rúma klukkustund að búa til jólaskraut, jólagjafapoka, púsla og gera jólakort.

Jólatónlistin ómaði úr hverju rými. Einbeittir, áhugasamir og kátir nemendur nutu þess að taka þátt.

 

Við tókum fullt af myndum og það má skoða þær hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 11. desember 2017

Nýjar bækur á bókasafnið

1 af 2

Um 40 nýir titlar bættust við bóksafnið í dag. Þannig nú er rétti tíminn fyrir nemendur til að klára þær bækur sem þeir eru með og finna sér góða bók til að lesa fram að jólum. Við höfum ákveðið að byrja nýja hefð í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Nemendur í 4. bekk fá að velja sér bók sem þeir fá fyrstir lánaðar. Við höfum merkt bækurnar eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þannig framvegis viti allir hver valdi bókina upphaflega.

Við hvetjum alla til að gefa bækur í jólagjafir og gefa sér tíma til að lesa fyrir og með börnum.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | fimmtudagurinn 7. desember 2017

Jólaföndur

Jólaföndur Foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri verður haldið MÁNUDAGINN 11.DESEMBER kl.16:00 í matsal grunnskólans. Verð á barn er 500kr.

Athugið að börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna.

 

Jólakveðja, Stjórn Foreldrafélagsins

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 6. desember 2017

Slökkviliðið heimsækir 3. bekk

1 af 2

Í dag fengum við heimsókn frá slökkviliðinu.

Þeir komu til að ræða eldvarnir við 3. bekk líkt og undanfarin ár. Nemendur fengu smá gjöf frá slökkviliðinu auk spurningarblaðs sem þau tóku með sér heim.

Við hvetjum alla til að huga að eldvörnum núna fyrir jólahátíðina og foreldra til að ræða við börnin sín um eldvarnir.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 5. desember 2017

Opin dagur

Fimmtudagur 7. desember verður opin dagur í skólanum. Foreldrar og forráðamenn eru þá sérstaklega velkomnir í heimsókn. Skólinn er að sjálfsögðu alltaf opin foreldrum og forráðamönnum og þeir alltaf velkomnir í heimsókn.

Á fimmtudaginn hvetjum við foreldra sérstaklega til að gera sér ferð í skólann og hlökkum við til að sjá sem flesta.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 4. desember 2017

Matseðill 4-8. desember

Mánudagur

Fiskisúpa og brauð, ávextir

Þriðjudagur

Baunabuff, cous-cous, salat, sósa, ávextir

Miðvikudagur

Kjöt í karrí, hrisgrjón, salat, ávextir

Fimmtudagur

Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir

Föstudagur

Fiskur í raspi, kartöflur, grænmeti og ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | fimmtudagurinn 30. nóvember 2017

Lestrarbingó

Nemendur í 1. - 4. bekk fengu lestrarbingó heim með sér í gær. Markmið með því er að lesa í 15. mínútur á dag, bók að eigin vali. Þetta er jólabingó og meðal annars á að lesa með kakó bolla, liggjandi á gólfinu eða með húfu á höfðinu. Þau merkja síðan við þegar þau eru búin. Miðanum á að skila 15. desember og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt í lokin. Það er um að gera fyrir foreldra að taka þátt með nemendum og hafa gaman af. Lestur er lykill að ævintýrum.

Bryndís Ásta Birgisdóttir Bryndís Ásta Birgisdóttir | mánudagurinn 27. nóvember 2017

Jólabíókvöld.

Þriðjudaginn 28. nóvember verður jólabíókvöld í skólanum. Sýning fyrir 1.-5. bekk er kl: 18:00-19:45 og sýning fyrir 6. - 10. bekk er kl: 20:00-21:45. Aðgangseyrir er kr. 300.,- Systkinaafsláttur:  tvö kr. 500.,-, þrjú kr. 700,-. Ekki er leyfilegt að mæta með gos eða nammi, einungis GÓÐA SKAPIÐ! 

Nemendaráðið.

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 21. nóvember 2017

Lús og njálgur

Bæði lús og njálgur eru nú á sveimi í sveitarfélaginu. Engar tilkynningar um slíkt hafa borist Grunnskólanum á Suðureyri.

Við biðjum foreldra um að vera á varðbergi og láta skólann vita um leið ef upp koma smit.

Eldri færslur

« 2018 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Vefumsjón