Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 16. maí 2018

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

1 af 3

Vilborg Ása Bjarnadóttir og Emilia Agata Górecka fóru fyrir hönd foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri skólaárið 2016 - 2017 og tóku á móti viðurkenningu fyrir tilnefningu til dugnaðarforka verðlauna heimilis og skóla í safnahúsinu í Reykjavík í gær. Tilnefninguna fékk foreldrafélagið fyrir störf í þágu nemenda og foreldra.

En foreldrafélagið stóð m. a. að frábæri fjölmenningarhátíð á síðasta skólaári sem mikil sómi var af. Hér má skoða frétt um hátíðina.

 

Sigurvegarar voru SAMFOK og Móðurmál sem fékk hvatningarverðlaun, Láttu þér líða vel sem fékk foreldraverðlaunin og Birgitta Bára Hassenstein sem fékk dugnaðarforkar verðlaunin.

Við óskum öllum tilnefndum og sigurvegurum hjartanlega  til hamingju.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 14. maí 2018

Matseðill 14-18.maí

Mánudagur

Hakk o spaghetti, salat, epli

Þriðjudagur

Mangó skyr, brauð og álegg, grænmeti, appelsinur

ATH. á föstudag 11.maí var slátur og kartöflumús

Miðvikudagur

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti

Fimmtudagur

Kjuklingagúlas, hrisgrjón, salat, ávextir

Föstudagur

Fiskur með osti, kartöflur, grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Sara Hrund Signýjardóttir Sara Hrund Signýjardóttir | mánudagurinn 14. maí 2018

Ruslatínsla

1 af 2

Nemendur á unglingastigi fóru í göngutúr um bæinn sinn í dag, mánudaginn 14.maí, og tíndu allt það rusl sem varð á vegi þeirra. Ýmislegt fannst á götum, grasflötum og stígum bæjarins, til að mynda stærðarinnar álstykki, 150 sígarettustubbar (sirka) og plast af ýmsu tagi. 

Þrátt fyrir sérlega gott veður og skemmtilegan göngutúr, þá hvetur unglingastigið bæjarbúa eindregið til að huga betur að því hvar þeir henda rusli. 

 

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | þriðjudagurinn 8. maí 2018

Matseðill 7-11. maí

Mánudagur

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur, grænmeti, smjörvi og tómatsósa, ávextir

Þriðjudagur

Matarmikill kjötsúpa, heimabakað brauð, smjörvi, vínber

Miðvikudagur

Fiskur í raspi, grjón, salat, ávextir

Fimmtudagur

FRÍ

Föstudagur

Skyr, brauð með osti og grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 4. maí 2018

Sundkennsla

Sundkennsla hefst á mánudaginn 7. maí.

Sund verður daglega næstu tvær vikur alla daga nema föstudaga. Því mikilvægt að allir hafi sundföt með sér í skólann. Á meðan á Sundinu stendur fellur íþróttakennsla alveg niður. Páll Janus Þórðarson sem kom til okkar í haust mun sjá um kennsluna aftur núna.

Við hvetjum nemendur og foreldra til að fara í sund um helgina svona rétt til að koma sér í gang.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 4. maí 2018

Suðurferð í úrslit

1 af 2

Keppendur og stuðningsfólk í sameiginlegu liði Grunnskólans á Suðureyri og Súðavíkurskóla fóru suður á miðvikudaginn til að taka þátt í úrslitum í Skólahreysti.

Þetta er í fyrsta skipti sem við komumst í úrslit Skólahreystis og nældum við í 7. sæti í keppninni.

Ítarlegri umfjöllun og hlekkur á myndir frá ferðinni má finna inn í fréttinni.


Meira
Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 2. maí 2018

Úrslit Skólahreystis

Fyrsta skipti í úrslitum! 

Sameiginlegt lið grunnskólana á Suðureyri og Súðavík keppti í kvöld í úrslitum Skólahreysti í fyrsta skipti. Hjördís keppti í armbeygjum og hangi. Flóki í upphífingum og dýfum. Hera og Ragnar í hraðbraut og þau Þórunn og Gabriel voru varamenn.

Full rúta af stuðningsfólki kom að vestan og studdi vel við bakið á keppendum sem stóðu sig frábærlega og nældu í 7. sætið. 

Keppendur og stuðningsfólk var skólanum og samfélaginu til mikils sóma. Persónuleg met féllu og margir fengu dýrmæta reynslu. Það skilaði sér með þessum frábæra árangri sem við erum afar stolt af.

Til hamingju krakkar!

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 30. apríl 2018

Skólapeysur

1 af 2

Eftir miklar pælingar erum við að sjá fyrir endann á skólapeysumálum. Pöntun verður lögð inn í vikunni á steingráum hettupeysum með appelsínugulu merki skólans og Suðureyri á ermina. Próförk af peysunni kemur um leið og við erum búin að panta.

Ákveðið var að öðrum áhugasömum yrði boðið að panta peysur á morgun 1. maí. Mátun fer fram í anddyri skólans á undan og á eftir boðsundinu.

Peysur til nemenda kosta 1.000 kr. og biðjum við foreldra um að greiða fyrir þær inn á reikning foreldrafélagsins fyrir 6. maí.  Reikn. 0556-14-400156 Kt.0109843199

Markmiðið er að fá peysurnar fyrir skólasýninguna 27. maí.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | föstudagurinn 27. apríl 2018

Hjálmar

Í dag fengi nemendur i 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf frá Eimskip og Kiwanishreyfingunni. Þær voru að vonum mjög kátar með þessa gjöf og færum við bestu þakkir fyrir.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 23. apríl 2018

Matseðill 23-27. apríl

Mánudagur

Pastaréttur með grænmeti og beikon, köld sósa, ávextir

Þridjudagur

Fiskur með rjóma og chilli sósu, grjón, salat, ávextir

Miðvikudagur

Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir

Fimmtudagur

Skyr, brauð með álegg, ávextir og grænmeti

Föstudagur

Fiskur, kartöflur, salat, ávextir

 

 

Eldri færslur

« 2018 »
« Desember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
Vefumsjón