Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | þriðjudagurinn 11. september 2018

Dagur læsis

Í tilefni af degi læsis sem var föstudaginn 7.september höfum við verið með auka áherslu á lestur þessa síðustu daga.  Nemendur hafa farið í fyrirtæki og á leikskólann og lesið áheyrendur.  Það er mjög mikilvægt atriði í því að vanda lestur að hafa fjölbreyttan áheyrendahóp.  Við erum líka svo heppin að hér eru nemendur sem tala ýmis tungumál og nú notuðum við tækifærið og flestir nemendur lásu á sínu móðurmáli.  

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 10. september 2018

Lús

Ágætu foreldrar

Við fengum af því fregnir að lús hefði fundist í leikskólanum og biðjum ykkur að vera sérstaklega vel vakandi fyrir henni núna.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 10. september 2018

Yngsta stig á leiksýningu

1 af 3

Bernd Ogrodnik brúðulistamaður hjá Brúðuheimum, hefur verið að ferðast með Þjóðleikhúsinu um landið með sýningu sína “Sögustund”. Sýningin er brot úr sýningu sem Bernd er búinn að ferðast með um allan heim þar sem sýningin hefur verið sýnd í stórum leikhúsum og á virtum leiklistarhátíðum. Í dag var hann í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og nemendum í 1.-4. bekk ásamt elstu nemendum á leikskólanum var boðið.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 10. september 2018

Matseðill 10-14.september

Mánudagur 

Grænmetisbuff, kartöflumús, grænmetissalat (kinakál og paprika)

Þriðjudagur

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, hafrabrauð, soðnar grænmeti (gulrætur, rófur, hnúðkál)

Miðvikudagur

Hakkabuff í brún sósu, hrísgrjón, salat

Fimmtudagur

Kjuklingaleggir, kartöflubátar, grænmeti, köld sósa

Föstudagur

Fiskur með grænmeti og grjóni, salat, köld sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 10. september 2018

Lestrarátak

Morgunlesturinn
Morgunlesturinn
1 af 2

Af skólaverkefnunum er lesturinn líklegast það sem mikilvægast er að þjálfa á hverjum degi.  Við leggjum áherslu á að allir lesi heima í það minnsta fimmtán mínútur, fimm sinnum í viku.  Við fullorðna fólkið og þá sérstaklega, foreldrar, erum fyrirmyndir barnanna okkar í lestri eins og öðru og því er hjálplegt fyrir krakka að sjá foreldra sína lesa og enn betra ef foreldrarnir geta gefið sér tíma til að lesa fyrir þá.  Það er enginn of gamall til að hafa gaman af því að hlusta á skemmtilegar sögur og framhaldssögulestur getur verið gefandi samverutími fyrir fjölskyldur.  Næstu tvær vikurnar ætlum við í skólanum að leggja enn meiri áherslu á lesturinn en venjulega og byrja alla daga á að lesa saman í fimmtán mínútur.  

Sara Hrund Signýjardóttir Sara Hrund Signýjardóttir | fimmtudagurinn 6. september 2018

Hjólað út á Stað

1 af 2

Í dag, 6.september, hjóluðu nemendur í 7.-10 bekk út á Stað í blíðskaparveðri. Stoppað var við kirkjugarðinn og skoðuðu nemendur kirkjugarðinn í dágóðan tíma.  

Á leiðinni til baka var stoppað við Skollasand og verbúðina, og svo skemmtu nemendur sér við að láta sig renna niður brekkurnar. Jafnvel svolítið hratt. 

 

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | fimmtudagurinn 6. september 2018

Fræðsluerindi

Mánudaginn 10. September kl. 20. ætlar Sólveig Norðfjörð sálfræðingur, að bjóða upp á fræðsluerindi fyrir foreldra 5 og 6 ára barna.

Erindið sem verður um 60 mínútur að lengd, verður haldið í salnum á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Á eftir erindinu verður svo boðið upp á spurningar og umræður.

Ókeypis aðgangur.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | þriðjudagurinn 4. september 2018

Göngum í skólann

 

Ágætu foreldrar og nemendur

Á morgun hefst verkefnið ,,Göngum í Skólann”. Verkefnið er fjölþjóðlegt og snýst um að hvetja nemendur víða um heim til að tileinka sér það sem kallað er ,,virkur ferðamáti” sem þýðir einfaldlega að ferðast gangandi, hjólandi eða með einhverjum öðrum hætti fyrir eigin vélarafli.  Skólinn okkar hefur tekið þátt í þessu verkefni í mörg ár og það gerum við einnig núna.  Við hvetjum alla þá krakka sem eiga heima inni í þorpinu að koma gangandi í skólann og þá sem eru í akstri að biðja um að þeim sé hleypt út þannig að þeir geti gengið einhvern spotta áður en þeir koma í skólann.  Það er hressandi bæði fyrir líkama og sál að fá sér smá göngutúr áður en hafist er handa við dagsverkin.

Heimasíða verkefninsins er http://www.gongumiskolann.is/gongum/frettir/frett/2018/08/16/Gongum-i-skolann-2018/

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 3. september 2018

Matseðill 3-7.september

Mánudagur

Heitt slátur, soðnar kartöflur og sætar kartöflur, uppstuff, soðnar grænmeti

Þriðjudagur

Fiskur í raspi, hyðishrisgrjón, ferskt grænmeti

Miðvikudagur

Hakk og spaghetti, salat

Fimmtudagur

Ofnbakaður fiskur með osti, kartöflur, grænmeti

Föstudagur

STARFSMANADAGUR

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 27. ágúst 2018

Skólabyrjun

Skólastarfið fer vel af stað og krakkarnir eru duglegir og áhugasamir.  Vel hefur gengið að fá til baka samþykkið vegna myndbirtinga og trúnaðaryfirlýsingu foreldra og ég þakka ykkur fyrir það.  Á morgun munu nemendur í 6.-10.bekk fá enn eitt eyðublaðið sem þið eruð beðin um að skoða.  Það er vegna þátttöku skólans í Skólapúlsinum.  Til þessa hefur verið nóg að láta vita ef maður vill ekki að barn taki þátt en í þessu breytta umhverfi sem við erum í núna þarf að samþykkja þátttöku.  Samþykki gildir meðan barnið er í skólanum. Niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins gefa okkur upplýsingar um hvernig nemendum líður í skólanum og þannig notum við þær til að bæta skólastarfið.  Þessar upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar.

Eldri færslur

« 2018 »
« Október »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Vefumsjón