Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 28. maí 2018

Skólasýning og afmæli

Skólasýning Grunnskólans á Suðureyri var haldin hátíðleg í gær. Um 150 manns komu í skólann og skoðuðu verk nemenda gæddu sér á veitingum og fögnuðu 110 ára afmæli skólans.

Við þökkum þeim fjölmörgu sem komu að deginum og öllum þeim sem komu kærlega fyrir.

Opnið fréttina til að lesa meira.


Meira
Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 28. maí 2018

Matseðill 28-31.maí

Mánudagur

Pylsupasta, salat, ávextir

Þriðjudagur

Soðinn fiskur, sætar kartöflur, soðnar grænmeti, ávextir

Miðvikudagur

Kjuklingaleggir, ofnbakaðar kartöflur, salat, ávextir

Fimmtudagur (siðasti mötuneyti dagur!)

Gratinn fiskur, hrisgrjón, grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | laugardagurinn 26. maí 2018

Brunaæfing

1 af 3

Í gær kviknaði í skólanum og brunabjallan fór í gang. Nemendur stóðu sig vel og rýmdu skólann á um mínútu. Rétt eftir að talning á nemendum hafði farið fram á skólalóðinni uppgötvuðum við að um pappírseld var að ræða, eftirlegu leikmuni frá skólaleikritinu. Því var slökkt á bjöllunni og nemendur snéru aftur til náms.

Ólöf Birna Jensen Ólöf Birna Jensen | föstudagurinn 25. maí 2018

Úti föstudagar í náttúrufræði

Síðustu Þrír föstudagar í náttúrufræði hafa verið útidagar hjá 1-4 bekk, fyrst var farið hringin í kringum tjörnina og lónið, síðast var farið á höfnina og í dag var farið í hlíðina og í skóginn. Endilega opnið féttina til að lesa nánar og skoða myndirnar


Meira
Sara Hrund Signýjardóttir Sara Hrund Signýjardóttir | föstudagurinn 25. maí 2018

Hjólaferð til Ísafjarðar

Nemendur í 7.-10.bekk hjóluðu til Ísafjarðar í gær, fimmtudag, í blíðskaparveðri. Ferðin var hluti af útivistarvali hópsins en sama ferð var farin í fyrra, og stefnir í árlegan viðburð. Nemendur voru 10 talsins og vorum við svo heppin að í för með okkur slóst hún Tenley Banik og reyndist það dýrmæt aðstoð. Allir nemendur komu vel útbúnir, með hjálm, vesti og góða skapið. Þau stóðu sig með mikilli prýði þessa 23 km leið, studdu hvort annað, sungu og voru almennt jákvæð og glöð. 

Aðal áskorunin var að hjóla upp brekkuna að göngunum enda engin smá brekka þar á ferð. Nemendunum þótti mikil upplifun að hjóla í göngunum en þar var meðal annars hægt að mæla hraðann og fara í draugaleiki, enda mikið myrkur á sumum stöðum. Allir komust heilir, þreyttir og sáttir í Gamla Bakaríið á Ísafirði og gæddu sér á kókómjólk og sætabrauði áður en haldið var heim á leið.

Við þökkum Einar í Klofning, Öddu og Þormóði skólastjóra fyrir aðstoðina sem og ökumönnum fyrir tillitssemina.

Hér er hægt að skoða myndir frá ferðinni.

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 25. maí 2018

Dagskrá næstu daga

Við minnum foreldra og nemendur á að vera klædd eftir veðri og að vera vel nestuð.


Dagskrá næstu daga:
Sunnudagur 27. maí: Skólasýning kl. 13:00 - 15:00
Mánudagur 28. maí: Vorferð hjá 9. og 10. bekkjar. Hefðbundin skóladagur hjá öðrum
Þriðjudagur 29. maí: Vorhreinsunardagur
Miðvikudagur 30. maí: Vorferðir hjá 1. - 8. bekk
Fimmtudagur 31. maí: Umferðadagur, gróðursetning og síðasti dagur mötuneytis
Föstudagur 1. júní: Gönguferðir og útileikir
Mánudagur 4. júní: Vorhátíð, grill, ratleikur og sund
Þriðjudagur 5. júní: Skólaslit, 1. - 7. bekkur kl 11:00 og 8. - 10. bekkur 17:30. Skráning nemenda í 1. bekk fyrir skólaárið 2018 - 2019 fer fram kl 13:00.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | fimmtudagurinn 24. maí 2018

Matseðill 22-25.maí

Þriðjudagur

Fiskisúpa, brauð, mjolk, ávextir

Miðvikudagur

Lamba/grisasnitzel, kartöflur, rauðkál, grænar baunir, ávextir

Fimmtudagur

Grjónagrautur, brauð meg eggi, grænmeti, ávextir

Föstudagur

Plokkfiskur, rugbrauð, soðnar grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Bryndís Ásta Birgisdóttir Bryndís Ásta Birgisdóttir | miðvikudagurinn 23. maí 2018

430 Fest

Fimmtudaginn 17. maí héldu unglingarnir ball í Félagsheimilinu. Um 80 unglingar frá norðanverðum Vestfjörðum skemmtu sér vel saman og var mikið dansað til klukkan 23:00. Dj Sveppz sá um tónlistina. Ballið er fjáröflun fyrir ferðasjóð nemenda og þökkum við öllum þeim sem styrktu okkur.

Hér er hægt að skoða myndir af ballinu

Ólöf Birna Jensen Ólöf Birna Jensen | þriðjudagurinn 22. maí 2018

Bláfáninn afhentur höfninni

Síðastliðinn föstudag fór Grunnskólinn ásamt leikskólanum á höfnina og var viðstaddur flöggun bláfánans, Suðureyri var að flagga fánanum í sjöunda skiptið, það er mikill heiður fyrir lítið samfélag að flagga slíkri umhverfisvottun og óskum við þeim sem standa sig svona vel að umhverfismálum til hamingju með viðurkenninguna.

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi bað öll börn að hjálpa sér að fylgjast með á höfninni, til að passa upp á hafið okkar og náttúruna með því að.

  • spara rafmagn, vatn og eldsneyti
  • hvetja sjófarendur til að vernda umhverfið og ganga vel um
  • nota ruslagáma og flokka endurvinnanlegt sorp, s.s. dósir og plastflöskur
  • tilkynna um mengun í sjónum og brot á reglum til eftirlitsaðila og Landverndar

Opnið fréttina til að skoða fleyri myndir.


Meira
Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 16. maí 2018

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

1 af 3

Vilborg Ása Bjarnadóttir og Emilia Agata Górecka fóru fyrir hönd foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri skólaárið 2016 - 2017 og tóku á móti viðurkenningu fyrir tilnefningu til dugnaðarforka verðlauna heimilis og skóla í safnahúsinu í Reykjavík í gær. Tilnefninguna fékk foreldrafélagið fyrir störf í þágu nemenda og foreldra.

En foreldrafélagið stóð m. a. að frábæri fjölmenningarhátíð á síðasta skólaári sem mikil sómi var af. Hér má skoða frétt um hátíðina.

 

Sigurvegarar voru SAMFOK og Móðurmál sem fékk hvatningarverðlaun, Láttu þér líða vel sem fékk foreldraverðlaunin og Birgitta Bára Hassenstein sem fékk dugnaðarforkar verðlaunin.

Við óskum öllum tilnefndum og sigurvegurum hjartanlega  til hamingju.

Eldri færslur

« 2018 »
« ágúst »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón