Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | miðvikudagurinn 30. maí 2018

Vorferðin

Í dag fóru nemendur í 1. - 4. bekk ásamt elstu nememendum leikskólans Tjarnarbæ í hina árlegu vorferð. Að þessu sinni var farið til Flateyrar að skoða dúkkusafnið, útsýnisskífuna við varnargarðinn og hoppað aðeins á ærslabelgnum. Síðan var farið að Þórustöðum, lömbin skoðuð og nemendum var boðið að fara á hestbak. Það voru þó ekki allir til í það. Þetta var skemmtilegur dagur og allir kátir í lok dags. 

Sara Hrund Signýjardóttir Sara Hrund Signýjardóttir | miðvikudagurinn 30. maí 2018

Ferð í Litla Bæ í Skötufirði

Nemendur á miðstigi og í 8.bekk fóru í Litla Bæ í Skötufirði í morgun í boði hjónanna Sædísar Ólafar Þórsdóttur og Gunnars Inga Hrafnssonar. 

Ferðinni var fyrst heitið í Raggagarð í Súðavík þar sem krakkarnir nýttu tækfærið og skelltu sér í aparóluna, hringekjunar og kastalann. Þar næst var farið á Kambsnes og útsýnið skoðað rækilega, teknar myndar og steinum kastað í allar áttir. Svo var haldið í Skötufjörð að skoða seli. Krakkarnir skemmtu sér hið besta við að klappa og ná athygli þeirra, telja og hoppa á milli steina. Að lokum var farið í Litla Bæ þar sem krakkarnir fengu skoðunarferð um bæinn, fræðslu um sögu þess og ábúendur og lærðu að strokka smjör. Krakkarnir gæddu sér svo á flatkökum með nýgerðu smjöri. Því næst fengu allir nýbakaðar vöfflur með heimagerðri sultu, rjóma og glassúr og heitt kakó. Öll fóru þau því södd og sæl frá Litla Bæ og mun fróðari um svæðið. 

Við þökkum Sædísi og Gunnari hjartanlega fyrir ferðina og allan þann fróðleik sem fylgdi með.

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 29. maí 2018

Vorhreinsun

Í dag fór fram vorhreinsun skólans. Nemendur fóru yfir skólalóðina og nágrenni hennar og plokkuðu rusl. Miðstigið tók tjörnina sérstaklega og mættu einhverjir í vöðlum á meðan aðrir voru í stígvélum eða fóru berfættir eftir ruslinu í tjörninni. Nemendur biðja alla um að huga að okkar fallega umhverfi og henda rusli í ruslatunnur. Ekki út í náttúruna.

Hér má skoða myndir frá plokkinu.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 28. maí 2018

Skólasýning og afmæli

Skólasýning Grunnskólans á Suðureyri var haldin hátíðleg í gær. Um 150 manns komu í skólann og skoðuðu verk nemenda gæddu sér á veitingum og fögnuðu 110 ára afmæli skólans.

Við þökkum þeim fjölmörgu sem komu að deginum og öllum þeim sem komu kærlega fyrir.

Opnið fréttina til að lesa meira.


Meira
Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 28. maí 2018

Matseðill 28-31.maí

Mánudagur

Pylsupasta, salat, ávextir

Þriðjudagur

Soðinn fiskur, sætar kartöflur, soðnar grænmeti, ávextir

Miðvikudagur

Kjuklingaleggir, ofnbakaðar kartöflur, salat, ávextir

Fimmtudagur (siðasti mötuneyti dagur!)

Gratinn fiskur, hrisgrjón, grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | laugardagurinn 26. maí 2018

Brunaæfing

1 af 3

Í gær kviknaði í skólanum og brunabjallan fór í gang. Nemendur stóðu sig vel og rýmdu skólann á um mínútu. Rétt eftir að talning á nemendum hafði farið fram á skólalóðinni uppgötvuðum við að um pappírseld var að ræða, eftirlegu leikmuni frá skólaleikritinu. Því var slökkt á bjöllunni og nemendur snéru aftur til náms.

Ólöf Birna Jensen Ólöf Birna Jensen | föstudagurinn 25. maí 2018

Úti föstudagar í náttúrufræði

Síðustu Þrír föstudagar í náttúrufræði hafa verið útidagar hjá 1-4 bekk, fyrst var farið hringin í kringum tjörnina og lónið, síðast var farið á höfnina og í dag var farið í hlíðina og í skóginn. Endilega opnið féttina til að lesa nánar og skoða myndirnar


Meira
Sara Hrund Signýjardóttir Sara Hrund Signýjardóttir | föstudagurinn 25. maí 2018

Hjólaferð til Ísafjarðar

Nemendur í 7.-10.bekk hjóluðu til Ísafjarðar í gær, fimmtudag, í blíðskaparveðri. Ferðin var hluti af útivistarvali hópsins en sama ferð var farin í fyrra, og stefnir í árlegan viðburð. Nemendur voru 10 talsins og vorum við svo heppin að í för með okkur slóst hún Tenley Banik og reyndist það dýrmæt aðstoð. Allir nemendur komu vel útbúnir, með hjálm, vesti og góða skapið. Þau stóðu sig með mikilli prýði þessa 23 km leið, studdu hvort annað, sungu og voru almennt jákvæð og glöð. 

Aðal áskorunin var að hjóla upp brekkuna að göngunum enda engin smá brekka þar á ferð. Nemendunum þótti mikil upplifun að hjóla í göngunum en þar var meðal annars hægt að mæla hraðann og fara í draugaleiki, enda mikið myrkur á sumum stöðum. Allir komust heilir, þreyttir og sáttir í Gamla Bakaríið á Ísafirði og gæddu sér á kókómjólk og sætabrauði áður en haldið var heim á leið.

Við þökkum Einar í Klofning, Öddu og Þormóði skólastjóra fyrir aðstoðina sem og ökumönnum fyrir tillitssemina.

Hér er hægt að skoða myndir frá ferðinni.

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 25. maí 2018

Dagskrá næstu daga

Við minnum foreldra og nemendur á að vera klædd eftir veðri og að vera vel nestuð.


Dagskrá næstu daga:
Sunnudagur 27. maí: Skólasýning kl. 13:00 - 15:00
Mánudagur 28. maí: Vorferð hjá 9. og 10. bekkjar. Hefðbundin skóladagur hjá öðrum
Þriðjudagur 29. maí: Vorhreinsunardagur
Miðvikudagur 30. maí: Vorferðir hjá 1. - 8. bekk
Fimmtudagur 31. maí: Umferðadagur, gróðursetning og síðasti dagur mötuneytis
Föstudagur 1. júní: Gönguferðir og útileikir
Mánudagur 4. júní: Vorhátíð, grill, ratleikur og sund
Þriðjudagur 5. júní: Skólaslit, 1. - 7. bekkur kl 11:00 og 8. - 10. bekkur 17:30. Skráning nemenda í 1. bekk fyrir skólaárið 2018 - 2019 fer fram kl 13:00.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | fimmtudagurinn 24. maí 2018

Matseðill 22-25.maí

Þriðjudagur

Fiskisúpa, brauð, mjolk, ávextir

Miðvikudagur

Lamba/grisasnitzel, kartöflur, rauðkál, grænar baunir, ávextir

Fimmtudagur

Grjónagrautur, brauð meg eggi, grænmeti, ávextir

Föstudagur

Plokkfiskur, rugbrauð, soðnar grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Eldri færslur

« 2018 »
« Október »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Vefumsjón