Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 21. september 2018

Litaþemavika nemendaráðs

Vikuna 24. – 28. september er nemendaráðið með litaþemaviku.

Mánudagur:  Bleikur

þriðjudagur:  Grænn

miðvikudagur: Blár

fimmtudagur: Rauður

föstudagur: Svartur og hvítur.     

Vonandi sjáum við sem flesta taka þátt.

Kveðja, nemendaráðið

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | þriðjudagurinn 18. september 2018

Samræmd próf og fleira

1 af 3

Í þessari viku og þeirri næstu verða haldin samræmd próf í stærðfræðui og íslensku í 4. og 7. bekk á Íslandi.  Þessi próf eru hugsuð til að meta stöðu nemenda og framfarir miðað við landsmeðaltal í afmörkuðum þáttum þessara námsgreina.  Þó að samræmd próf séu ekki algildur mælikvarði á gæði skólastarfs ber samt að taka þau alvarlega þar sem þau meta tiltekna þætti og gefa ákveðnar vísbendingar um hvernig skólum gengur að stuðla að framförum hjá nemendum sínum í þessum þáttum.  Við höfum verið að undirbúa nemendur með ýmsum hætti fyrir prófatökuna.  Þeir hafa fengið að reyna sig við gömul próf og gera tilraun með prófaðstæðurnar svo hægt sé að takmarka það sem mun koma þeim á óvart.  Ykkar hlutverk, ágætu foreldrar, er að gæta þess enn betur en venjulega að börnin komi vel úthvíld og með gott nesti og séu þannig betur í stakk búin til að gera sitt besta þessa daga.  

En skólastarfið snýst um fleira en samræmd próf.  Haustdagarnir hafa verið nýttir til margvíslegra tilrauna, bæði úti og inni, í náttúrufræði og fleiri greinum.  með þessari frétt fylgja myndir af nemendum elstu deildar að rannsaka kertaloga.

Sara Hrund Signýjardóttir Sara Hrund Signýjardóttir | fimmtudagurinn 13. september 2018

Ruslatínslugöngutúr

Nemendur úr 7.- 10.bekk fóru í morgunsárið í ruslatínslugöngutúr. Gengið var framhjá Íslandssögu sem leið lá að nýju búðinni, út á Eyrargötu og til baka um Aðalgötu. Göngutúrinn tók ekki nema um 30 mínútur, en magnið af rusli sem fannst á leiðinni var með ólíkindum. Mest var um sígarettustubba og umbúðir utan af matvöru ýmiskonar. 

Markmiðið með slíkum göngum er að vekja áhuga og athygli nemenda á umhverfinu, rusli og umgengni mannsins við náttúruna. 

Meðfylgjandi mynd sýnir brot af því rusli sem tínt var. 

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | þriðjudagurinn 11. september 2018

Dagur læsis

Í tilefni af degi læsis sem var föstudaginn 7.september höfum við verið með auka áherslu á lestur þessa síðustu daga.  Nemendur hafa farið í fyrirtæki og á leikskólann og lesið áheyrendur.  Það er mjög mikilvægt atriði í því að vanda lestur að hafa fjölbreyttan áheyrendahóp.  Við erum líka svo heppin að hér eru nemendur sem tala ýmis tungumál og nú notuðum við tækifærið og flestir nemendur lásu á sínu móðurmáli.  

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 10. september 2018

Lús

Ágætu foreldrar

Við fengum af því fregnir að lús hefði fundist í leikskólanum og biðjum ykkur að vera sérstaklega vel vakandi fyrir henni núna.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 10. september 2018

Yngsta stig á leiksýningu

1 af 3

Bernd Ogrodnik brúðulistamaður hjá Brúðuheimum, hefur verið að ferðast með Þjóðleikhúsinu um landið með sýningu sína “Sögustund”. Sýningin er brot úr sýningu sem Bernd er búinn að ferðast með um allan heim þar sem sýningin hefur verið sýnd í stórum leikhúsum og á virtum leiklistarhátíðum. Í dag var hann í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og nemendum í 1.-4. bekk ásamt elstu nemendum á leikskólanum var boðið.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 10. september 2018

Matseðill 10-14.september

Mánudagur 

Grænmetisbuff, kartöflumús, grænmetissalat (kinakál og paprika)

Þriðjudagur

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, hafrabrauð, soðnar grænmeti (gulrætur, rófur, hnúðkál)

Miðvikudagur

Hakkabuff í brún sósu, hrísgrjón, salat

Fimmtudagur

Kjuklingaleggir, kartöflubátar, grænmeti, köld sósa

Föstudagur

Fiskur með grænmeti og grjóni, salat, köld sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 10. september 2018

Lestrarátak

Morgunlesturinn
Morgunlesturinn
1 af 2

Af skólaverkefnunum er lesturinn líklegast það sem mikilvægast er að þjálfa á hverjum degi.  Við leggjum áherslu á að allir lesi heima í það minnsta fimmtán mínútur, fimm sinnum í viku.  Við fullorðna fólkið og þá sérstaklega, foreldrar, erum fyrirmyndir barnanna okkar í lestri eins og öðru og því er hjálplegt fyrir krakka að sjá foreldra sína lesa og enn betra ef foreldrarnir geta gefið sér tíma til að lesa fyrir þá.  Það er enginn of gamall til að hafa gaman af því að hlusta á skemmtilegar sögur og framhaldssögulestur getur verið gefandi samverutími fyrir fjölskyldur.  Næstu tvær vikurnar ætlum við í skólanum að leggja enn meiri áherslu á lesturinn en venjulega og byrja alla daga á að lesa saman í fimmtán mínútur.  

Sara Hrund Signýjardóttir Sara Hrund Signýjardóttir | fimmtudagurinn 6. september 2018

Hjólað út á Stað

1 af 2

Í dag, 6.september, hjóluðu nemendur í 7.-10 bekk út á Stað í blíðskaparveðri. Stoppað var við kirkjugarðinn og skoðuðu nemendur kirkjugarðinn í dágóðan tíma.  

Á leiðinni til baka var stoppað við Skollasand og verbúðina, og svo skemmtu nemendur sér við að láta sig renna niður brekkurnar. Jafnvel svolítið hratt. 

 

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | fimmtudagurinn 6. september 2018

Fræðsluerindi

Mánudaginn 10. September kl. 20. ætlar Sólveig Norðfjörð sálfræðingur, að bjóða upp á fræðsluerindi fyrir foreldra 5 og 6 ára barna.

Erindið sem verður um 60 mínútur að lengd, verður haldið í salnum á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Á eftir erindinu verður svo boðið upp á spurningar og umræður.

Ókeypis aðgangur.

Eldri færslur

« 2019 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Vefumsjón