Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | fimmtudagurinn 10. október 2019

Matseðill 7-11. október

Mánudagur

Bauna/grænmetisúpa, brauð og álegg, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur

Sóðinn fiskur, kartöflur og grænmeti, ávextir

Miðvikudagur

Kjuklingabringa í rjómaostasósu, ofnbakaðar kartöflur og gulrætur, salat, ávextir

Fimmtudagur

Asískar núðlur, grísakjöt í súrsætrisósu, ávextir

Föstudagur

Ofnbakaður fiskur, karrísósa, hrísgrjón, salat, ávextir

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 4. október 2019

Helstu fréttir vikunnar 30.sept-4.okt.

Lestrartré sem mun vonandi safna mörgum laufum.
Lestrartré sem mun vonandi safna mörgum laufum.
1 af 6

Fréttir vikunnar 30.sept- 4.okt

Lestrartré

Lestur einn af grunnþáttum menntunar og mikilvægt að ná góðum tökum á honum til að eiga auðveldara með að afla sér upplýsinga með sjálfstæðum hætti.  Við ætlum að nota tréð sem nemendur gerðu vegna Erasmus-verkefnisins til að telja bækur sem við lesum um leið og við stofnum til keppni milli nemenda og starfsmanna um fjölda lesinna bóka á skólaárinu svo endilega hvetjið krakkana til að lesa sem mest.

Öðruvísi-leikar

Í dag fóru nemendur 1.-7.bekkjar á hina árlegu ,,Öðruvísileika“ sem að þessu sinni voru haldnir í Súðavík.  Þar var glens og gaman um leið og nemendur reyndu á sig við leik og samvinnufærni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Íþróttir

Í næstu viku hefjast inniíþróttir og þá er mikilvægt að allir séu með íþróttaföt og innanhússkó.  Síðasti sundtíminn í bili verður svo á næsta þriðjudag og við hefjum svo leikinn aftur eftir páska.

Íþróttahátíðin í Bolungarvík

Íþróttahátíðin í Bolungarvík verður haldin næstkomandi fimmtudag.  Endanleg dagskrá er ekki komin en eins og undanfarin ár verður nemendum 8.-10.bekkjar  raðað saman í lið þvert á skóla.  Liðin keppa svo í fjölbreyttum íþróttagreinum. Í lokin er svo ball og þar eru viðurkenningar veittar. 

Foreldrafundurinn

Í tengslum við þróunarverkefni grunn- og leikskólans ,,Náum betri árangri saman“ er á áætlun að halda sameiginlegan foreldrafund þar sem meðal annars verður farið yfir réttindi og skyldur foreldra í íslenska skólakerfinu og að því loknu verða samræður um hvað við getum gert saman til að ná betri árangri.  Nú er búið að dagsetja þennan fund, hann verður þann 23.október kl.18:00 – 20:00 og ég bið ykkur að taka þennan tíma frá.  Túlkað verður á pólsku, ensku og tælensku á fundinum.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 30. september 2019

Matseðill 30.sept-4.okt.

Mánudagur

Grjónagrautur, brauð og álegg, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur

Plokkfiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rúgbrauð, smjörvi, ávextir

Miðvikudagur

STARFSDAGUR

Fimmtudagur

Lambagúllas, pasta, salat, ávextir

Föstudagur

Grænmeti- og baunasúpa, brauð með osti, ávextir

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 27. september 2019

Vikan 23.-27.september

Þessi vika hefur verið óvenju hefðbundin hjá okkur, það er orðið sjaldan sem ekkert sérstakt er um að vera fimm daga í röð en þannig var það núna.  Krakkarnir eru auðvitað duglegir að vinna verkin sín og flestum gengur bara nokkuð vel.

Í vikunni kláraði Ása að lestrarprófa alla nemendur og við sjáum greinilega að lesturinn þarf að þjálfa ennþá betur.  Af 35 nemendum sem tóku próf núna hækkuðu tveir sig frá því í vor, tveir stóðu í stað en 26 lækkuðu.  Þetta segir okkur einfaldlega að þeir hafa ekki verið duglegir að lesa heima í sumar og því ekki náð að halda við færninni sem þeir voru komnir með í vor.  Ég vil biðja ykkur ágætu foreldrar að hafa í huga að stærsti partur lestrarnámsins er þjálfun og hún verður að fara fram heima að mestu leyti. Þó að allir lesi í 10-15 mínútur í skólanum á hverjum degi er það alls ekki nóg eins og þessar tölur sýna.  Það er sérstaklega mikilvægt að muna eftir þessu með nemendum sem eiga erfiðara með lesturinn því þeir þurfa mestu þjálfunina, hversu ósanngjarnt sem það hljómar þá er það einfaldlega þannig.

Annað sem okkur langar að vekja athygli á er mikilvægi þess að nemendur komi með hollt nesti í skólann og helst í umhverfisvænum umbúðum.  Hollt nesti er til dæmis gróft brauð með áleggi, ávextir og grænmeti.  Við biðjum ykkur að senda börnin ekki með sætar kökur eða annað sætmeti í nesti, slíkt gefur þeim ekki þá næringu sem þau þurfa á að halda til að hafa einbeitingu við vinnuna.  Í skólanum er í boði að fá mjólk í áskrift og margir nýta sér það, eins er alltaf hægt að fá besta svaladrykkinn, vatnið.  Af umhverfisástæðum biðjum við ykkur líka að takmarka fernudrykki eins og hægt er. 

Í næstu viku verður sund á þriðjudag og fimmtudag og nemendur 1.-7.bekkjar fara á ,,Öðruvísileikana" í Súðavík á föstudaginn.

Á miðvikudaginn er starfsdagur og þá verður allt starfsfólk skólans á skyndihjálparnámskeiði og fær fyrirlestur um menningarlæsi sem tengist þróunarverkefninu okkar.

Kveðja

Jóna

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 23. september 2019

Matseðill 23-27.september

Mánudagur

Fiskur í raspi, kartöflur, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur

Skyr, brauð með áleggi, ávextir

Miðvikudagur

Hakk og spaghettí, salat, ávextir

Fimmtudagur

Lambasnitsel í raspi, kartöflur, grænmeti, ávextir

Föstudagur

Fiskibollur, hrísgrjón, karrísósa, salat, ávextir

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 20. september 2019

Vikan 16.-20.september

Fulgaskoðun hjá yngsta stigi
Fulgaskoðun hjá yngsta stigi
1 af 4

Helstu fréttir af skólastarfinu í vikulokin.

Þessi vika var nokkuð hefðbundin hjá okkur. Við tókum að vísu þátt í Olympíuhlaupi Íslands sem að þessu sinni var ákveðið að hefja á Ísafirði og bauð ÍSÍ okkur þangað og þar töluðu afreks-íþróttamenn við nemendur.  Af okkar hálfu voru það nemendur 4.-10 bekkjar sem tóku þátt í þessu.

Nemendur í 4. og 5. bekk fengu afhenta ipada til að nota í skólanum. Þeir fara ekki með þá heim og er því ábyrgð á tækjunum alfarið skólans. Þetta er samkvæmt stefnu Ísafjarðarbæjar um að nýta tækni í skólastarfi svo nemendur læri að tæknin er eðlilegur hluti af daglegu lífi og gert hluti sem þeim væru annars ófærir og  auðgað nám sitt.  

Þó að við séum tæknivædd og viljum að nemendur okkar komi vel tæknilæsir út úr grunnskóla hefur gildi þess að skoða hlutina með eigin augum og að fá að handfjatla þá ekki minnkað.  Yngstu nemendurnir voru til dæmis í fuglaskoðun innanhúss í dag eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Miðstigið lauk við að vinna sinn bekkjarsáttmála í dag og mynd af honum fylgir með þessari frétt. það er svo gaman að sjá hversu vel þeir vita hverskonar hegðun og framkoma skapar besta umhverfið. Svo er það okkar, fullorðna fólksins að hjálpa þeim að stýra hegðun sinni á þann veg.

Afrakstur nemendaþingsins er enn í hönnunar-og skreytingaferli hjá nemendum en eitt af því sem mun komast til framkvæmda strax er að setja upp hugmyndabanka fyrir matráðskonuna okkar og að nemendur fái val um hvað verður á matseðli einu sinni í mánuði. 

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | miðvikudagurinn 18. september 2019

Matseðill 16-20. september

Mánudagur

Kjöt- og grænmetisúpa, brauð með áleggi, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur

Fiskur með tacósósu og osti, soðnar kartöflur, grænmeti og ávextir

Miðvikudagur

Bauna- og grænmetiréttur, spaghettí, salat, ávextir

Fimmtudagur

Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir

Föstudagur

Sóðinn fiskur, kartöflur, grænmeti, rugbrauð, ávextir

 

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 13. september 2019

Vikan 9.-13.september

Hópurinn á Hesteyri
Hópurinn á Hesteyri
1 af 3

Þessi vika var allt í senn óvenjuleg, annasöm og skemmtileg hjá okkur. Sundkennsla hófst á þriðjudaginn og mun standa næstu fjórar vikurnar. Við fórum í ferð á Hornstrandir með nemendur 7.-10.bekkjar og skemmst er frá því að segja að í ferðinni reyndi á nánast alla þá þætti sem skilgreindir eru sem lykilhæfni í Aðalnámskrá grunnskóla. Allir nemendur fóru út fyrir eigin þægindaramma og tókust á við að gera eitthvað sem þá óaði fyrir fyrirfram. Þeir voru forvitnir um umhverfið og fundu margt skemmtilegt eins og marglyttur, dauðan ref, sveppi og auðvitað aðalbláber. Þeir óðu yfir á, hjálpuðust að, gáfu með sér af nestinu sínu, lánuðu hver öðrum þurra sokka og föt eftir þörfum. Þeir urðu þreyttir, svangir og blautir og fengu að borða, hvíla sig og náðu að þorna.  Krakkarnir voru í alla staði til fyrirmyndar og ég vona að ferðin verði þeim eftirminnileg. Á fimmtudaginn héldum við svo fyrsta nemendaþing vetrarins, umræðuefni að þessu sinni var hvernig við þurfum að haga okkur í matsal og frímínútum svo sem flestum líði vel. Fimm sjálfboðaliðar hjálpuðu svo til í morgun við að taka niðurstöðurnar saman og munum við vinna meira með þær eftir helgi og svo birtum við þær á vefnum.  Í dag var svo fyrsti tíminn í föstudagsverkefninu þar sem ætlunin er að færa nemendum eins mikið frelsi og hægt er til að velja viðfangsefni og hvernig þeir skila verkefnum. Flestir komust af stað í verkefni sem þeir höfðu áhuga á en það mun taka nokkrar vikur að slípa þetta til. 

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 9. september 2019

Matseðill 9-13.september

Mánudagur

Grænmetisbuff, kuskus, salat, tómatsósa

Þriðjudagur

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð, smjörvi

Miðvikudagur

Tortilla með hakki og grænmeti

Fimmtudagur

Kjuklingaleggir, bakaðar kartöflur, grænmeti, sósa

Föstudagur

Ofnbakaður fiskur, hrísgrjón, karrýsósa, salat

VERÐI YKKYR AÐ GÓÐU

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 9. september 2019

Sundið hefst á morgun

Sundkennsla hefst á morgun og stendur næstu fjórar vikurnar. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hver bekkjardeild fær einn tíma á dag á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Í þessari viku verða sundtímarnir á bilinu 8.00-10:20, í vikunni 16.-20 sept verða þeir á bilinu 10:20 - 12:00, 23.-27 sept aftur frá 8:00-10.20 og í vikunni 30.sept- 4.okt aftur frá 10:20 - 12:00. Nemendur missa því ekki alltaf sömu kennslustundir til að fara í sund og það getur verið að suma daga verði bæði sund og leikfimi. Kennari verður Guðríður Sigurðardóttir.

Eldri færslur

« 2020 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón