Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | þriðjudagurinn 4. september 2018

Göngum í skólann

 

Ágætu foreldrar og nemendur

Á morgun hefst verkefnið ,,Göngum í Skólann”. Verkefnið er fjölþjóðlegt og snýst um að hvetja nemendur víða um heim til að tileinka sér það sem kallað er ,,virkur ferðamáti” sem þýðir einfaldlega að ferðast gangandi, hjólandi eða með einhverjum öðrum hætti fyrir eigin vélarafli.  Skólinn okkar hefur tekið þátt í þessu verkefni í mörg ár og það gerum við einnig núna.  Við hvetjum alla þá krakka sem eiga heima inni í þorpinu að koma gangandi í skólann og þá sem eru í akstri að biðja um að þeim sé hleypt út þannig að þeir geti gengið einhvern spotta áður en þeir koma í skólann.  Það er hressandi bæði fyrir líkama og sál að fá sér smá göngutúr áður en hafist er handa við dagsverkin.

Heimasíða verkefninsins er http://www.gongumiskolann.is/gongum/frettir/frett/2018/08/16/Gongum-i-skolann-2018/

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 3. september 2018

Matseðill 3-7.september

Mánudagur

Heitt slátur, soðnar kartöflur og sætar kartöflur, uppstuff, soðnar grænmeti

Þriðjudagur

Fiskur í raspi, hyðishrisgrjón, ferskt grænmeti

Miðvikudagur

Hakk og spaghetti, salat

Fimmtudagur

Ofnbakaður fiskur með osti, kartöflur, grænmeti

Föstudagur

STARFSMANADAGUR

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 27. ágúst 2018

Skólabyrjun

Skólastarfið fer vel af stað og krakkarnir eru duglegir og áhugasamir.  Vel hefur gengið að fá til baka samþykkið vegna myndbirtinga og trúnaðaryfirlýsingu foreldra og ég þakka ykkur fyrir það.  Á morgun munu nemendur í 6.-10.bekk fá enn eitt eyðublaðið sem þið eruð beðin um að skoða.  Það er vegna þátttöku skólans í Skólapúlsinum.  Til þessa hefur verið nóg að láta vita ef maður vill ekki að barn taki þátt en í þessu breytta umhverfi sem við erum í núna þarf að samþykkja þátttöku.  Samþykki gildir meðan barnið er í skólanum. Niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins gefa okkur upplýsingar um hvernig nemendum líður í skólanum og þannig notum við þær til að bæta skólastarfið.  Þessar upplýsingar eru ekki persónugreinanlegar.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | fimmtudagurinn 23. ágúst 2018

Fyrsti skóladagurinn

Nú er markmiðsviðtölum lokið og skóli hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:00 í fyrrramálið.  Við hlökkum til að byrja venjulegt skólastarf og minnum á að mikilvægt er að allir komi klæddir eftir veðri því fyrstu dagana mun verða talsvert um útiveru.  Einnig verður leikfimin úti í það minnsta til 1.október.  Að lokum minni ég svo á að nægur svefn og góð næring er undirstaða þess að nemendur geti einbeitt sér í skólanum.  Það er oft erfitt að koma sér af stað eftir svona langt frí og því gott að fara að æfa sig að vakna snemma.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | miðvikudagurinn 22. ágúst 2018

Ný lög um persónuvernd

Í vor voru samþykkt ný lög um persónuvernd á Íslandi, lögin hafa ýmsar breytingar í för með sér í starfsumhverfi grunnskólanna.  Ísafjarðarbær hefur leitast við að samræma verklag vegna þessa með leiðbeiningum frá persónuverndarfulltrúa.  Hér að neðan er orðsending vegna þess sem við biðum ykkur að lesa vandlega.

Grunnskólanum er umhugað um persónuvernd og réttindi einstaklinga sem varða persónuupplýsingar. Ný persónuverndarstefna grunnskólans sem lögð verður fyrir bæjarráð á allra næstu dögum mun segja til um hvaða persónuupplýsingum skólinn safnar, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar verða geymdar, hvert þeim kunni að verða miðlað og hvernig öryggi þeirra er tryggt. Stefnan er í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Að undanförnu hefur grunnskólinn unnið að því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til hans á grundvelli laganna. Í því samhengi hefur grunnskólinn sett sér það markmið að hefja næsta skólaár í fullu samræmi við lögin. Einn liður í því krefst þátttöku foreldra sem tekin verður fyrir í fyrstu foreldraviðtölum skólaársins þann 23.08.2018, en þar kemur skólinn til með að leita samþykkis hjá foreldrum fyrir myndatöku af börnum þeirra og birtingu myndefnis. Til að tryggja ytra öryggi persónuupplýsinga nemenda verður jafnframt leitast eftir því að fá foreldra til að undirrita trúnaðaryfirlýsingu um þau atriði skólastarfs og einstaka nemendur sem þeir kunna að fá vitneskju um í heimsóknum sínum í grunnskólanum. Sérstök athygli er vakin á því að þessar ráðstafanir eru gerðar með hagsmuni nemenda og vernd persónuupplýsinga þeirra að leiðarljósi‘‘.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | mánudagurinn 20. ágúst 2018

Markmiðsviðtöl

Miðvikudaginn 22.ágúst verður gengið í hús og nemendur boðaðir í markmiðsviðtöl fimmtudaginn 23. ágúst. Einnig fá nemendur markmiðsblöð til að fylla út með foreldrum. Að setja sér markmið er liður í því að ná sem bestum árangri. Föstudaginn 24. ágúst byrjar síðan skólinn klukkan 8:00. Hlökkum til að sjá ykkur.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 3. ágúst 2018

Nýtt skólaár að hefjast

Ágætu Súgfirðingar

Mér hefur verið falið það hlutverk að leiða skólann ykkar í vetur meðan Þormóður er í leyfi.  Skólinn er ein af mikilvægustu stofnunum hvers samfélags því þar fer fram menntun og félagsmótun unga fólksins.  Ég mun leggja mig fram um að gera það sem ég get til að starfið í skólanum vaxi og dafni í sátt við samfélagið.  Hlutverk okkar allra er að hjálpa börnum og unglingum að byggja upp verkfæri til að takast á við framtíð sem við vitum ekki hvernig verður.  Þess vegna þurfum við að hjálpast að við að skapa samfélag sem einkennist af hæfilegri blöndu af metnaði og umhyggju, aga og frelsi, sköpun og leiðbeiningum svo krakkarnir hafi getu til að takast á við þau verkefni sem lífið mun krefjast af þeim.  Ég hlakka til samstarfs við ykkur öll, nemendur, foreldra, starfsmenn og aðra íbúa, því skólinn þarf að vinna með samfélaginu og samfélagið með skólanum. 

Ég er komin til starfa og ef einhver vill koma við til skrafs og ráðgerða er það velkomið.

Kveðja

Jóna Benediktsdóttir

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 29. júní 2018

Fésbókinni lokað

Vegna nýra persónuverndarlaga þarf að loka fésbókarsíðu skólans. Facebook er einstaklega góð leið til að koma fréttum á framfæri og þökkum við góðar undirtektir á síðunni.

Því miður er facebook ekki tilbúið til að samþykkja þá skilmála sem fylgja nýrri Evrópulöggjöf er varðar persónuvernd.

Nýr skólastjóri mun svo ákveði hvort eða hvernig skólinn kemur að facebook.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 13. júní 2018

Sumarlestur

Við hvetjum foreldra til að halda við lestrinum í sumarfríinu.

,,Þetta langa frí er eflaust mörgum kærkomið en það er hins vegar vel rannsakað að sumarfrí nemenda hefur í för með sér ákveðna afturför fyrir nám þar sem fyrri þekking og færni gleymist vegna þess að henni er ekki haldið við yfir sumartímann. Þetta eru svokölluð sumaráhrif. Hvað lestrarfærni varðar getur þessi afturför numið einum til þremur mánuðum á hverju sumri og hjá barni í 6. bekk, sem aldrei hefur lesið yfir sumartímann, getur uppsöfnuð afturför numið einu og hálfu skólaári."

Bréf varðandi sumarlestur frá menntamálastofnun má lesa hér. Og hér má finna sumarlestrardagatal fyrir þá sem hafa áhuga.

Bryndís Ásta Birgisdóttir Bryndís Ásta Birgisdóttir | föstudagurinn 8. júní 2018

Vorferðalag

1 af 2

Dagana 28. maí - 1. júní fóru 9. og 10. bekkur í vorferðalag. Við héldum til í sumarbústað á Flúðum og fórum í dagsferðir um Suðurlandið og líka til Vestmannaeyja. Við skoðuðum að sjálfsögðu Gullfoss, Geysi og Þingvelli eins og hinir ferðamennirnir sem voru staddir á Suðurlandinu.

Einnig fórum við á söfn og urðu fyrir valinu Eldfjallasetrið á Hovlsvelli, Eldheymar í Vestmannaeyjum, orkusýningin í Ljósafossstöð og Draugasetrið á Stokkseyri. Þetta voru allt mjög skemmtileg og gagnvirk söfn sem við mælum með að fólk skoði.

Mikið rok var flesta dagana þarna á Suðurlandinu og voru það viðbrigði fyrir okkur sem komum úr logninu hér á Suðureyri.

Eldri færslur

« 2019 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Vefumsjón