Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | fimmtudagurinn 5. september 2019

Starfsdagur kennara á morgun

Ágætu foreldrar

Á morgun er einn af fimm starfsdögum sem kennara sem falla innan skóladagatals nemenda. Þessum degi munu kennarar skólans verja, ásamt kennurum af öllum Vestfjörðum, á Birkimel á Barðaströnd þar sem fluttir verða fyrirlestrar um nám og kennslu og nýtt námsefni kynnt.

Næsti starfsdagur verður svo þann 2.október, en þá munu allir starfsmenn minni skólanna í sveitarfélaginu vinna saman að skipulagi og áætlanagerð.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 30. ágúst 2019

Fréttir eftir fyrstu vikuna

Kátir nemendur með Reykjaskólasnúða
Kátir nemendur með Reykjaskólasnúða
1 af 2

Skóli hófst samkvæmt stundaskrá á mánudaginn og var húsnæðið okkar þá næstum tilbúið, enn er verið að vinna smávegis bæði innan húss og utan og við höfum að sjálfsögðu þolinmæði fyrir því þar sem allt er að vera mjög fínt hjá okkur. 

6. og 7. bekkur fóru í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði ásamt Eddu Björk. Þar hefur allt gengið að óskum og allir lært mikið og skemmt sér vel. Þetta er talsverð lífsreynsla fyrir flesta og búast má við að þeir hafi frá mörgu að segja við heimkomuna. Hópurinn er bú á heimleið og verður á Ísafirði milli 17:00 og 17:30.  

Við tókum upp þá nýjung að vera með söngstund fyrir allan skólann í einu og er hún á miðvikudögum kl.11:10. Með þessari frétt fylgir stutt myndband frá fyrstu samverunni. Söngstundin er liður í að efla samkennd og auka orðaforða í íslensku hjá krökkunum. Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir að syngja með okkur á miðvikudögum ef þeir eiga heimangengt.  https://www.youtube.com/watch?v=dGo0h7v6haw

8.-10.bekkur áttu að fara í Hornstrandaferð á fimmtudag og föstudag en vegna slæms veðurs ákváðum við að fressta því og munum taka ákvörðun um aðra brottför með sólarhrings fyrirvara.  Það hefði ekki verið ljúf reynsla að ganga í 6 tíma í rigningu og roki og eiga þá eftir að tjalda og sigla svo heim frá Aðalvík í slæmu veðri svo við teljum betra að bíða færis með þetta en erum alls ekki hætt við.

Yngsta deild kláraði að vinna bekkarsáttmálann sinn í dag, nemendur þar ætla að vera vinir, hjálpast að og hafa vinnufrið. 

Unglingastigið byrjaði í vali á Ísafirði í vikunni og eftir því sem ég best veit gekk það all vel.

Sundkennsla hefst 9.september, kennari verður Guðríður Sigurðardóttir. Kennt verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum í fjórar vikur.

Ég bið ykkur að afsaka að myndirnar með þessari frétt eru á hlið, það var ekki nokkur leið að snúa þeim rétt. (JB)

 

 

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | miðvikudagurinn 21. ágúst 2019

Breyttur tími á skólasetningu

Skólasetning Grunnskólans á Suðureyri haustið 2019

 Ágætu nemendur og foreldrar

Vegna framkvæmda í skólanum verður skólasetning með óhefðbundnum hætti að þessu sinni.  Það vantar herslumuninn á að skólinn sé tilbúinn til notkunar og því verðum við að fresta skólabyrjun um einn dag. 

Skólinn verður því settur í kirkjunni föstudaginn 23.ágúst kl. 10:00.  Gert er ráð fyrir stuttri athöfn þar sem nemendur hitta kennara og fá afhent blöð með upplýsingum um mjólkur – og mataráskrift og stundatöflur.  Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum.  Skóli hefst svo mánudaginn 26. ágúst.  Kennslutími verður samkvæmt stundaskrá en búast má við óhefðbundnum verkefnum fyrstu dagana.  Okkar árlegu markmiðsviðtöl munu fara fram eftir kennslu í annarri og þriðju viku september.

 

Kveðja

Jóna

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 19. ágúst 2019

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Ísafirði

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun halda tvenna tónleika á Ísafirði 5. og 6. september. Tónleikarnir þann 6. eru klukkan 10 að morgni og eru sérstaklega hugsaðir fyrir börn og ungmenni, á dagskrá er tónlist úr verkum Astrid Lindgren. Því miður hitta þessir tónleikar á starfsdag hjá skólunum á svæðinu og allir kennarar verða á námskeiðum á Barðaströnd.  Það væri samt gaman ef hægt væri að koma okkar krökkum á tónleikana.

Hér er hlekkur á tónleikana á vef Ísafjarðarbæjar.Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/fjolskyldutonleikar-a-isafirdi

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | miðvikudagurinn 14. ágúst 2019

Nýtt skólaár að hefjast

1 af 3

Nú líður senn að því að skóli hefjist á ný.  Hér hefur verið mikið um að vera í sumar eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir. Iðnaðarmennirnir eru nú á fullu við að reyna að gera allt klárt áður en nemendur koma í skólann.  Smiðir, rafvirkjar og málar keppast við að koma hlutum úi stand eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hér verður allt glansandi fínt þegar þessu verður lokið og við verðum kannski að sýna þolinmæði fyrstu dagana skóladagana meðan verkin eru að klárast.  

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 31. maí 2019

Síðasta vikan

Nú er síðustu heilu vikunni í skólanum lokið.  hefð hefur skapast fyrir því að geyma mörg þeirra verkefna sem fela í sér útiveru til þessrar síðustu daga í von um betra verður og þannig hefur það einnig verið núna.  Nemendur hafa hjólað á ísafjörð, út í Staðardal, gróðursett plöntur, róið á kajak og margt fleira skemmtilegt þessa viku.  Síðasti fulli skóladagurinn á þessu skólaári er svo á manudaginn.  Þá gerum við ráð fyrir að fara í ratleik og í sund með nemendur og enda svo í pylsugrilli í hádeginu.  Skólaslit verða svo á þriðjudaginn.  Nemendur 1.-7. bekkjar eiga að koma klukkan 11:00 og nemendur unglingastigs kklukkan 17:30.  Það væri gaman ef  sem flestir foreldrar gætu mett með börnum sínum á skólaslitin.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 31. maí 2019

Síðasta vikan

Nú er síðustu heilu vikunni í skólanum lokið.  hefð hefur skapast fyrir því að geyma mörg þeirra verkefna sem fela í sér útiveru til þessrar síðustu daga í von um betra verður og þannig hefur það einnig verið núna.  Nemendur hafa hjólað á ísafjörð, út í Staðardal, gróðursett plöntur, róið á kajak og margt fleira skemmtilegt þessa viku.  Síðasti heili skóladagurinn á þessu skólaári er svo á mánudaginn.  Þá gerum við ráð fyrir að fara í ratleik og í sund með nemendur og enda svo í pylsugrilli í hádeginu.  Skólaslit verða svo á þriðjudaginn.  Nemendur 1.-7. bekkjar eiga að koma klukkan 11:00 og nemendur unglingastigs kklukkan 17:30.  Það væri gaman ef  sem flestir foreldrar gætu mett með börnum sínum á skólaslitin.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | þriðjudagurinn 28. maí 2019

Skólasýning Grunnskólans á Suðureyri og ferðaþjónustuverkefni miðstigsins

Síðustu daga hefur verið mikið að gera hjá okkur enda uppskerutíð þessa dagana.  Síðastliðinn fimmtudag buðu nemendur miðstigsins til ferðakynningar sem þeir hafa verið að undirbúa í vetur.  Það verkefni hefur verið unnið í samfélagsfræði en tengist líka íslensku, lífsleikni og upplýsingatækni og er því sannkallað samþættingarverkefni.  Vonandi munið þið sjá fleiri verkefni af slíkum toga næsta vetur.

Svo var hin árlega skólasýning á sunnudaginn.  Þar voru sýnishorn af verkefnum sem nemendur hafa verið að vinna í vetur.  Rétt er þío að geta þess að aðeins var um að ræða lítið sýnishorn og auðvitað er alls ekki hægt að sýna allt sem nemendur læra.  Flest það mikilvægasta er falið í auknum þroska og því að rækta með sér gagnleg viðhorf gagnvart sjálfum sér og samfélaginu sem er ósýnilegt með öllu.

Foreldrar styrktu nemendur með kaffihlaðborði.

Hér fylgja með myndir af báðum þessum viðburðum.

Takk fyrir komuna

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | þriðjudagurinn 28. maí 2019

Skólasýning Grunnskólans á Suðureyri og ferðaþjónustuverkefni miðstigsins

Síðustu daga hefur verið mikið að gera hjá okkur enda uppskerutíð þessa dagana.  Síðastliðinn fimmtudag buðu nemendur miðstigsins til ferðakynningar sem þeir hafa verið að undirbúa í vetur.  Það verkefni hefur verið unnið í samfélagsfræði en tengist líka íslensku, lífsleikni og upplýsingatækni og er því sannkallað samþættingarverkefni.  Vonandi munið þið sjá fleiri verkefni af slíkum toga næsta vetur.

Svo var hin árlega skólasýning á sunnudaginn.  Þar voru sýnishorn af verkefnum sem nemendur hafa verið að vinna í vetur.  Rétt er þío að geta þess að aðeins var um að ræða lítið sýnishorn og auðvitað er alls ekki hægt að sýna allt sem nemendur læra.  Flest það mikilvægasta er falið í auknum þroska og því að rækta með sér gagnleg viðhorf gagnvart sjálfum sér og samfélaginu sem er ósýnilegt með öllu.

Foreldrar styrktu nemendur með kaffihlaðborði.

Hér fylgja með myndir af báðum þessum viðburðum.

Takk fyrir komuna

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | þriðjudagurinn 28. maí 2019

Gjöf til Grunnskólans á Suðureyri

Þóra ásamt Vilborgu Ásu og Aðalsteini.
Þóra ásamt Vilborgu Ásu og Aðalsteini.

Fyrir mörgum árum barst Grunnskólanum á Suðureyri að gjöf veglegt steinasafn.  Safnið hefur verið geymt í kössum allt til þessa dags en nú munu verða breytingar þar á.  Þóra Þórðardóttir sem lengi kenndi við Grunnskólann á Suðureyri tilkynnti í gær að hún myndi gefa skólanum veglega upphæð til að setja safnið upp þannig að það megi verða nemendum og öðrum gestum til gleði og ánægju.  Þetta gerir Þóra í tilefni 80 ára afmælis hennar og vill með því sýna bæði gefanda safnsins, Guðmundi Júlíusi Gissurarsyni, og súgfirskum börnum þakklæti í verki.  Guðmundi Júlíusi fyrir gjöfina og súgfirsku börnunum fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þau.  Fyrir hönd skólans færi ég Þóru Þórðardóttur bestu þakkir fyrir gjöfina.  Við þetta sama tækifæri færði Þóra íbúasamtökunum einnig gjöf sem ætluð er til að kaupa og setja upp leiktæki.  Á með fylgjandi mynd má sjá gefandann, Þóru Þórðardóttur með Vilborgu Ásu Bjarnadóttur og Aðalsteini Traustasyni sem tóku við gjöfunum.

Jóna

Eldri færslur

« 2020 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón