VALMYND ×

Fréttir

Skóli og mjólk

https://pixabay.com/en/users/ulleo-1834854/
https://pixabay.com/en/users/ulleo-1834854/

Gleðilegt ár öllsömul. Kennsla byrjar á morgun kl 08:00.

Þeir sem eru í mjólkurákrift fá afgreidda mjólk frá og með miðvikudegi. Við minnum þá sem eiga eftir að greiða fyrir haustönn að gera það hið snarasta: 2200 fyrir 4 daga og 2750 fyrir 5 daga.

Þeim sem greiddu fyrir haustönn og óska þess að vera áfram í mjólk, bendum við á að greiða fyrir vorönn sem fyrst: 2800 fyrir 4 daga og 3500 fyrir 5 daga.


Meira

Gleðileg  jól

1 af 2

Við héldum litlu jólin hátíðleg í dag. Lesnar voru sögur, spilað og nemendur skiptust á pökkum og jólakortum. Við fengum hressa jólasveina í heimsókn og sungum og dönsuðum í kring um jólatré. Myndir frá heita súkkulaðinu í gær og hátíðinni í dag má skoða hér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til að vinna með ykkur á því næsta.

Við sjáumst öll hress og endurnærð 3. janúar kl 08:00

Skólablaðið

Skólablað Grunnskólans á Suðureyri kom í gær, ennþá volgt eftir prentunina. Blaðið er 44 blaðsíður og sneisafullt af myndum og efni frá nemendum skólans.

Um helgina fara nemendur um bæinn og selja blöðin. Ef þið missið af heimsókn, þá er um að gera að hafa samband við einhvern nemanda og fá blaðið. Blaðið í ár líkt og í fyrra kostar 1.000 kr. Hægt er að staðgreiða eða leggja inn á reikning: 0174-05-420260 kt: 560686-1459.

Litlu jólin

Skólaárið er að verða hálfnað og aðeins tveir skóladagar eftir af 2016. Á mánudaginn er síðasti hefðbundni skóladagurinn. Við ætlum að bjóða nemendum upp á heitt súkkulaði eftir seinni frímínútur og hvetjum við nemendur til að taka með sér smákökur til að fá sér með súkkulaðinu.

Á þriðjudaginn eru litlu jólin, nemendur mæta þá prúðbúnir klukkan 09:00 með lítinn jólapakka með sér til skiptanna. Miðað er við að hann kosti ekki meir en 500 kr. Við reiknum svo með að þessu ljúki um klukkan 11:30.

Jólaþema

Í vikunni var jólaþema hjá okkur. Nemendum var skipt niður í 4 hópa og var hver 1 klukkutíma á hverri stöð. Nemendur útbjuggu allskonar jólakarla, engla, jóladagatöl og ýmislegt annað tengt jólunum. Úr varð ánægjuleg næðisstund þvert á aldur og á hópa. Myndir frá dögunum má skoða hér.

Slökkviliðið í heimsókn

1 af 2

í dag komu fulltrúar frá slökkviliðinu í heimsókn og ræddu við 3. bekkinga um eldvarnir. Nemendur fengu gefins vasaljós þeim til mikillar lukku. Við hvetjum aðstandendur til að ræða um eldvarnir við nemendur.

3 dagar

1 af 2

Í gær, mánudag kom Gunnlaugur frá Rauðakrossinum í heimsókn til okkar á miðstiginu. Hann kynnti fyrir okkur verkefnið 3 dagar.  Verið er að vekja athygli á mikilvægi þess að heimili geti verið sjálfum sér næg í 3 daga, eigi sér stað rof á innviðum t.d. vegna veðurs eða hamfara. Vinsamlegast kynnið ykkur síðuna www.3dagar.is

 

Jólaföndur foreldrafélagsins

Hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins verður haldið á morgun föstudaginn 9. desember. Við ætlum að hittast í skólanum klukkan 16:30 og í boði verður föndur sem ætti að henta öllum aldurshópum. Einnig verður boðið upp á hressingu, svala, kaffi og smákökur. Allir eru velkomnir en við viljum vekja athygli á því að börn eru á ábyrgð foreldra. Verð á jólaföndri er 500. kr. Það er von okkar að foreldrara og börn geti átt notarlega stund saman,

   Með von um að sjá sem flesta.    Jólakveðja Emilía, Ása og Svava Rán

Jólabakstur

1 af 4

Í dag voru nemendur í 3. og 4. bekk að baka súkkulaðismákökur. Þetta eru allt tilvonandi bakarar enda tóku þeir sig mjög vel út við baksturinn.

Leikhúsferð

Í gær miðvikudag fóru nemendur í 1. - 3. bekk í rútuferð til Ísafjarðar. Boðið var upp á leiksýningu frá Íslenska dansflokknum. Sýningin hét Óður og Flexa halda afmæli og var þetta stórskemmtileg sýning, það var ekki annað að sjá en að nemendur skemmtu sér konunglega.