VALMYND ×

Fréttir

Litlu jólin

Skólaárið er að verða hálfnað og aðeins tveir skóladagar eftir af 2016. Á mánudaginn er síðasti hefðbundni skóladagurinn. Við ætlum að bjóða nemendum upp á heitt súkkulaði eftir seinni frímínútur og hvetjum við nemendur til að taka með sér smákökur til að fá sér með súkkulaðinu.

Á þriðjudaginn eru litlu jólin, nemendur mæta þá prúðbúnir klukkan 09:00 með lítinn jólapakka með sér til skiptanna. Miðað er við að hann kosti ekki meir en 500 kr. Við reiknum svo með að þessu ljúki um klukkan 11:30.

Jólaþema

Í vikunni var jólaþema hjá okkur. Nemendum var skipt niður í 4 hópa og var hver 1 klukkutíma á hverri stöð. Nemendur útbjuggu allskonar jólakarla, engla, jóladagatöl og ýmislegt annað tengt jólunum. Úr varð ánægjuleg næðisstund þvert á aldur og á hópa. Myndir frá dögunum má skoða hér.

Slökkviliðið í heimsókn

1 af 2

í dag komu fulltrúar frá slökkviliðinu í heimsókn og ræddu við 3. bekkinga um eldvarnir. Nemendur fengu gefins vasaljós þeim til mikillar lukku. Við hvetjum aðstandendur til að ræða um eldvarnir við nemendur.

3 dagar

1 af 2

Í gær, mánudag kom Gunnlaugur frá Rauðakrossinum í heimsókn til okkar á miðstiginu. Hann kynnti fyrir okkur verkefnið 3 dagar.  Verið er að vekja athygli á mikilvægi þess að heimili geti verið sjálfum sér næg í 3 daga, eigi sér stað rof á innviðum t.d. vegna veðurs eða hamfara. Vinsamlegast kynnið ykkur síðuna www.3dagar.is

 

Jólaföndur foreldrafélagsins

Hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins verður haldið á morgun föstudaginn 9. desember. Við ætlum að hittast í skólanum klukkan 16:30 og í boði verður föndur sem ætti að henta öllum aldurshópum. Einnig verður boðið upp á hressingu, svala, kaffi og smákökur. Allir eru velkomnir en við viljum vekja athygli á því að börn eru á ábyrgð foreldra. Verð á jólaföndri er 500. kr. Það er von okkar að foreldrara og börn geti átt notarlega stund saman,

   Með von um að sjá sem flesta.    Jólakveðja Emilía, Ása og Svava Rán

Jólabakstur

1 af 4

Í dag voru nemendur í 3. og 4. bekk að baka súkkulaðismákökur. Þetta eru allt tilvonandi bakarar enda tóku þeir sig mjög vel út við baksturinn.

Leikhúsferð

Í gær miðvikudag fóru nemendur í 1. - 3. bekk í rútuferð til Ísafjarðar. Boðið var upp á leiksýningu frá Íslenska dansflokknum. Sýningin hét Óður og Flexa halda afmæli og var þetta stórskemmtileg sýning, það var ekki annað að sjá en að nemendur skemmtu sér konunglega.

Opinn dagur

Það var mikið á seiði í skólanum í dag. Auk hefðbundinar kennslu var myndataka og margir foreldrar og aðstandendur lögðu leið sína í skólann í heimsókn.

Yngri nemendur urðu einnig varir við jólasvein sem var augljóslega að skoða aðstæður fyrir törnina sem er framundan hjá þeim bræðrum.

Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir komuna.

Matseðill 5 des- 9 des

Mánudagur Tómatsúpa með pasta og pylsum,  brauð með osti/smurosti

 

Þriðjudagur gufusoðinn fiskur með osti, soðið grænmeti og kartöflur

 

Miðvikudagur Íslensk kjötsúpa

 

Fimmtudagur Enchilada með hakki, grænmeti og sósu

 

Föstudagur Soðinn fiskur, soðið grænmeti og kartöflur

 

Verði ykkur að góðu

 

Kveðja Petra

 

 

Opin dagur og myndataka

Þriðjudaginn 6. desember verður opin dagur í skólanum. Foreldrar og forráðamenn eru auðvitað alltaf velkomnir í skólann. En með þessu viljum við bjóða ykkur sérstaklega velkomin þennan dag.

Við ætlum einnig að taka myndir af nemendum þennan dag. Hópamyndir og einstaklingsmyndir.

Við hvetjum foreldra til að gera sér ferð í skólann og hlökkum til að sjá ykkur sem flest.