VALMYND ×

Fréttir

Matseðill 27-31 mars

Þessa vikuna mun ég elda upp úr Disney Matreiðslubókinni ýmsa góða rétti.

 

Mánudagur Gulrótarsúpa Kaninku og heimabakað brauð með osti og tómat/agúrku

Þriðjudagur Fiskifingur Andrésar andar, steiktar kartöflur, salat og sýrður rjómasósa með hvítlauk/steinselju

Miðvikudagur Smalabaka Ömmu andar, salat

Fimmtudagur  Mangó kjúklingur Klöru Bellu, kúskússalat Króks

Föstudagur Fiskigratín Skellibjöllu, soðnar kartöflur, rúgbrauð

Árshátíð

Árshátíð  Grunnskólans á Suðureyri verður haldin á fimmtudaginn 30. mars. Það verða tvær sýningar og byrja þær stundvíslega kl. 17:00 og 20:00. Verð á sýningu er kr. 1.000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Í ár flytja nemendur í pólsku stutt leikrit og síðan allir leikritið Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren.

Nemendur í 4. - 10. bekk þurfa að vera mættir kl. 09:00 út í félagsheimili, fimmtudag á æfingar. 1. - 3. bekkur mættir niður í skóla. 16:30 á fyrri sýningu og 19:30 á þá seinni. Að seinni sýningu lokinni er diskó til 22:00 hjá yngri (1. - 4.) og 23:00 hjá eldri (5. - 10.). Á föstudag hefst skólinn kl 09:40.

Handklæði

Nú er ráð að fara í gegnum skápana svona í tilefni þess að vorið er að nálgast og athuga hvort ekki séu þar einhver handklæði sem eru nánast aldrei notuð. Okkur vantar gömul handklæði sem við hyggjumst endurnýta hér í skólanum.

Þau verða klippt niður, þannig það sakar ekki þó þau séu eitthvað rifin. Það má gjarna skutla þeim inn í anddyri skólans við tækifæri. Við söfnum þeim svo saman og finnum þeim nýjan tilgang.

Matseðill 20 mars-24 mars 2017

  • Mánudagur Skyr og heimabakað brauð með osti/eggi

 

Þriðjudagur Fiskur í kókos raspi, salat og hrísgrjón

 

Miðvikudagur Heitt slátur, soðnar kartöflur, soðið grænmeti og jafningur

 

Fimmtudagur Kjöt í karrý, hrísgrjón og byggblanda, salat

 

Föstudagur Fiskréttur með grænmeti, steiktar kartöflur, salat

Viðburðaríkir dagar

Nemendur komu heim í gærkvöldi eftir viðburðaríka og skemmtilega viku.

Á mánudaginn lagði skólahreysti lið skólans af stað til Reykjavíkur. Við stoppuðum reglulega og hristum okkur og skiptum um sæti til að halda okkur ferskum fyrir keppnina. Þegar til Reykjavíkur var komið fengum við okkur salat og svo pizzu í eftirrétt, því salatið var ekki alveg að gera sig fyrir svanga ferðalanga.

Opnið fréttina til að lesa meira.

Hlekkur á myndasíðu er neðst í fréttinni.


Meira

Skólahreysti og Reykjarvíkurferð

Við erum núna að leggja í hann með skólahreystilið skólans til Reykjavíkur þar sem við munum etja kappi við aðra skóla á svæðinu. Langt er síðan Grunnskólinn á Suðureyri tók síðast þátt og vonum við að við getum skapað aftur hefð hér fyrir þátttöku í skólahreysti.

Í liði skólans eru Hera Magnea, Þorleifur, Hjördís, Krzysztof og Karolina.

 

Keppnin er á morgun og aðrir nemendur á unglingastigi fara ásamt skólum í Bolungarvík, á Þingeyri og Flateyri með rútu til Reykjavíkur  kl 06:00 í fyrramálið til að hvetja liðin áfram. Við munum svo öll gista saman í félagsmiðstöð í Breiðholti og fara á Skólaþing, á Bessastaði og á iðn- og verkgreinasýningu. Ásamt því að lyfta okkur upp með samveru, sundi og bíóferð. Síðan verður haldið heim á leið eftir hádegi á fimmtudaginn.

Samræmd könnunarpróf

1 af 4

Í dag luku nemendur í 9. og 10. bekk við samræmd próf í stærðfræði og ensku en þau höfðu á miðvikudag lokið við íslensku og byrjað á ensku prófinu.

 

Við ákvöðum í ár að bjóða nemendum fyrst í morgunmat í skólanum áður en prófin hófust og mældist það vel fyrir.

 

Engin stendur og fellur með útkomunni í samræmdum prófum, en það er mikilvægt að sýna í öllum verkum sem maður tekur sér fyrir hendur, metnað og reyna alltaf að gera sitt besta.

Matseðill 13 mars- 17 mars 2017

Mánudagur Grjónagrautur, slátur, brauð með smjöri, osti, tómat, vatn og mjólk að drekka

 

Þriðjudagur Soðinn fiskur, soðið grænmeti, kartöflur og sólkjarnarúgbrauð, vatn og mjólk að drekka

 

Miðvikudagur Pastaréttur með skinku og grænmeti, grillað brauð, vatn og mjólk að drekka

 

Fimmtudagur Taco vefjur með hakki, grænmeti, sýrður rjómi og salsa, vatn og mjólk að drekka

 

Föstudagur Plokkfiskur, soðið grænmeti og rúgbrauð með smjöri, vatn og mjólk að drekka

 

Samræmd próf

Á morgun, miðvikudag verður samræmt próf fyrir 9. og 10. bekk í íslensku og ensku. Nemendur mæta kl 08:00 og borða morgunmat saman í skólanum áður en þeir þreyta prófið. Að prófi loknu mega nemendur fara heim.

 

Á föstudaginn er seinna prófið. Þá fara nemendur í stærðfræði og ensku. En ensku prófinu er skipt í tvennt. Við mætum aftur kl 08:00 og fáum okkur morgunmat fyrir prófið og að prófinu loknu mega nemendur fara heim.

 

Hvort próf er 150 mínútur. Nánari upplýsingar um prófin má finna hér.

Matseðill 6 mars - 10 mars 2017

Mánudagur Grænmetissúpa með pasta og brauðbollur með smjöri, osti og gúrku-vatn og mjólk að drekka

Þriðjudagur Steiktur fiskur í raspi, soðnar kartöflur, salat og remúlaði-vatn og mjólk að drekka

Miðvikudagur Kjöt í sósu með grænmeti, steiktar kartöflur, salat-vatn-mjólk að drekka

Fimmtudagur Kjúklingaleggir, sætar kartöflufranskar, sósa úr sýrðum rjóma og salat-vatn og mjólk að drekka

Föstudagur Fiskibollur, hrísgrjón, salat og karrýsósa-vatn og mjólk að drekka