VALMYND ×

Fréttir

Krakkarnir í hverfinu- Leiksýning fyrir yngsta stig

Við fengum leiksýninguna til okkar 20. október s.l

Krakkarnir í hverfinu er leikþáttur þar sem brúður eru notaðar til að fræða börnin um ofbeldi og mikilvægi þess að börn segi frá. Brúðurnar ræða saman um það sem þær hafa lent í. Jóhanna segir frá því hvernig kærasti mömmu hennar snerti hana á óviðeigandi hátt og hvaða hjálp hún fékk eftir að hún sagði frá. Stefán segir vini sínum frá því hvernig mamma Stefáns beitti hann ofbeldi og hvernig þau fengu bæði hjálp eftir að hann sagði kennaranum sínum frá.

Af hverju Krakkarnir í hverfinu? Með því að nota brúður til að tala við og svara spurningum um þennan viðkvæma málaflokk er oft hægt að ná betur til barna. 

Ólympíhlaup ÍSÍ

1 af 2

Nemendur grunnskólans tóku þátt í Ólympíhlaupi ÍSÍ mánudaginn 3. október. Hér áður fyrr var þetta árlega hlaup kallað Norræna skólahlaupið og hefur verið fastu liður í mörgum skólum frá árinu 1984. Tilgangur hlaupsins er að hvetja nemendur til að hreyfa sig og stuðla þar með að betri heilsu og vellíðan. Þrjár vegalegndir voru í boðið eftir aldurstigum en öllum frjálst að fara þá vegalegnd sem úthald var fyrir.  Okkar hópur hljóp alls 239.4 km sem er stórkostlegur árangur!

 

Klæðnaður eftir veðri

Sælir foreldrar.
Nemendur okkar í grunnskólanum er alls ekki klædd eftir veðri í dag. Þau hanga við útidyrahurðina, blaut og köld. Það er mjög mikilvægt að þau séu með viðeigandi fatnað til að geta leikið sér úti sama hvernig veðrið er.
Kveðja, Hrönn

Leiksýning

Þjóðleikhúsið bauð nemendum okkar í 9.-10 bekk á leiksýningun Góðan daginn faggi í Edinborgarhúsinu. Leiksýningin er sjálfsævisögulegur heimildarsöngleikur þar sem farið er yfir fordóma í samfélaginu sem leikarinn, Björn Snæbjörnsson upplifði, skömmina og ástæðu þess að hann fékk taugaáfall 40 ára gamall. 

Orgel smiðja

1 af 4

Á fimmtudaginn s.l fóru nemendur í 3.-7. bekk í heimsókn í Ísafjarðarkirkju og sáu sýningu um orgel. Á föstudaginn kom til okkar kona að nafni Sigrún Magna og var með orgelsmiðju fyrir nemenduna. Þær Guðný Einarsdóttir og Sigrún Magna stóðu að orgel krakkahátíð hér fyrir vestan og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 29. september n.k kl 17:00 í grunnskólanum.  

Haustferð miðdeildar

1 af 4

Miðdeildin skellti sér í haustferð í dag út að Brimnesi. Þau fóru upp nýja kindahliðið og upp á flugvöllinn. Tóku líka smá kapphlaup í leiðinni

Vegleg gjöf

Fyrirtækin Klofningur, Íslandssaga og Norðureyri færðu skólanum 12 Ipada að gjöf til að nýta við kennslu yngstu barnanna í skólanum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þessa veglegu gjöf. Yngstu nemendurnir nýta sér gjarnan tæknina við nám sitt hér í skólanum, með nýjum og öflugum spjaldtölvum verður enn auðveldara að nýta sér tæknina í leik og starfi. 

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning mánudaginn 22. ágúst. Nauðsynlegt er að nemendur komi með foreldrum/forráðamönnum

1.-4. bekkur mætir kl 10:00

5.-10. bekkur mætir kl 13:00

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst

Útskrift 2022

1 af 2

Í dag var útskrift hjá öllum árgöngum í Grunnskólanum á Suðureyri. Við kvöddum fimm nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk og halda út í komandi ævintýri.