Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 21. september 2017

Samræmd könnunarpróf

Nemendur í 7. bekk fóru í samræmt könnunarpróf í íslensku í dag. Eftir smá tæknilega erfiðleika komumst við af stað og að prófi loknu voru allir á því að þetta hefði bara verið gaman. Á morgun fara þau svo í stærðfræði könnunarpróf. Í næstu viku er svo komið að 4. bekk en þau fara í íslensku prófið á fimmtudaginn og stærðfræði prófið á föstudag.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 19. september 2017

Námskeið fyrir foreldra og forráðarmenn

,,Náum tökum á lestrarnáminu á skemmtielgan hátt við eldhúsborðið heima"

Námskeið ætlað foreldrum og öðrum sem vilja styðja við nám barna.

 

Námskeiðið er haldið í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði mánudaginn 9. október kl 19:30 til 21:30.

 

Vinsamlegast skoðið meðfylgjandi mynd fyrir frekari upplýsingar.

Skráning fer fram á netfanginu: gudrunbi@isafjordur.is

 

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 18. september 2017

Duglegir krakkar

Norræna skólahlaupið fór fram í dag, 3 árið í röð í Grunnskólanum á Suðureyri. Veðrið var einstaklega gott fyrir útihlaup. Fínn hiti og nokkrir dropar öðru hvoru svona aðeins til að kæla sig niður. Í ár buðum við upp á ávexti milli hringja og voru nemendur mjög ánægðir með það. Margir höfðu sett sér markmið sem þeir stóðust og allir gerðu sitt besta. Fyrir litla fætur er langt að fara 2 hringi á meðan aðrir fóru heila 6 hringi. En þess ber að geta að hringurinn er 2,5 kílómetrar og því fóru nemendur allir á bilinu 5 til 15 kílómetra í dag. 2015 hlupu nemendur að meðaltali 6,96 km og 2016 hlupu þeir 6,98 km. Í ár var meðaltalið 7,02 km. Alltaf tekst okkur að bæta okkur sem er auðvitað frábært. Við erum á þessum 3 árum búin að hlaupa yfir 800 km. Til hamingju Súgfirðingar með þessa frábæru krakka sem eru okkur öllum til sóma!

 

Hér má sjá myndir frá því í dag.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | laugardagurinn 16. september 2017

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið verður haldið mánudaginn 18. september. Nemendur verða á ferðinni milli 09:20 og 11:10. Nemendur borða „létt nesti“ (aukanesti, ávextir eða álíka) fyrir hlaupið en fá svo nestistíma eftir hlaupið. Við hvetjum alla til að sýna nemendum tillitsemi á meðan á hlaupinu stendur. Nemendur stóðu sig mjög vel í fyrra og við ætlum okkur auðvitað að gera enn betur í ár.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 15. september 2017

Handþurrkugerð

Í fyrra báðum við fólk að gefa okkur handklæði sem ekki væri þörf á lengur. Velunnarar skólans brugðust við og fengum við þónokkur handklæði gefins. Ætlunin var að útbúa fjölnota handþurrkur fyrir nemendur. Við lok skóladags í dag voru fáir nemendur eftir sökum leyfa og veikinda í eldri hóp. Því var brugðið á það ráð að byrja vinnu við handþurrkugerðina. En við ætlum okkur að grípa í þetta umhverfisverkefni öðru hvoru. Við þiggjum gjarnan fleiri handklæði, það er fínt að skilja þau eftir á borði innan við anddyrið.

Bryndís Ásta Birgisdóttir Bryndís Ásta Birgisdóttir | mánudagurinn 11. september 2017

Hattadagur

Á morgun þriðjudaginn 12. september verður hattadagur í skólanum. Hvetjum alla til þess að mæta með hatta á höfðinu (t.d. derhúfu, kúrekahatt eða eitthvað annað sem þið finnið til heima hjá ykkur). Kveðja nemendaráðið.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 7. september 2017

Göngum í skólann

Mánudaginn 11. september hefst hið árlega átak Göngum í skólann í Grunnskólanum á Suðureyri. Göngum í skólann var sett af stað í gær á landsvísu. Grunnskólinn á Suðureyri ætlar líkt og undanfarin ár að taka þátt með því að leggja áherslu á að nemendur komi gangandi eða hjólandi í skólann í tvær vikur 11. - 22. september. Við hvetjum foreldra og nemendur til þess að sleppa öllum akstri til skóla á meðan á átakinu stendur. Þeir sem koma lengra að geta t.d. hleypt nemendum út við sumarróló eða leikskólann.

Bryndís Ásta Birgisdóttir Bryndís Ásta Birgisdóttir | miðvikudagurinn 6. september 2017

Leikjakvöld

Miðvikudaginn 6. september er nemendaráðið með leikjakvöld. Leikjakvöldið hefst klukkan 17:00-18:30 og er úti. Mæting á skólalóð. Munið að vera klædd eftir veðri. Ekki gleyma góða skapinu heima!

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 29. ágúst 2017

Útiíþróttir

Á meðan veður leyfir, í það minnsta út september verða útiíþróttir alla daga. Nemendur eiga að mæta með föt sem hæfa veðri hverju sinni auk handklæða. Eldri nemendur taka með sér föt alla daga en yngri nemendur fara ekki í sturtu á fimmtudögum og eru því í rólegri tíma á fimmtudögum.

Sundkennsla fer fram í lotum og reiknum við með að fyrsta lotan verði innan tíðar. Foreldrar og nemendur fá tilkynningu þegar að því kemur.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 24. ágúst 2017

Erlendur kennari í heimsókn

Agnieszka Malkin kom og heimsótti skólann okkar í dag alla leið frá Póllandi. Hún er að vinna rannsókn sem ber enska heitið ,,The Utilisation of Internal and External Space within Schools in Iceland“. Agnieszka var mjög hrifin af skólanum og umhverfi hans. Við þökkum henni kærlega fyrir heimsóknina og áhugavert spjall um skóla og menntamál.

Eldri færslur

« 2018 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      
Vefumsjón