VALMYND ×

Fréttir

Öskudagurinn

1 af 2

Í gær var búningadagur i skólanum. Börnin mættu í hinum ýmsu búningum og var mikið fjör. Í umbun fyrir bókahillu þrjú í lestrarátakinu okkar fengur þau einnig frostpinna í gær, en það náðist nú ekki mynd af þeirri veislu

Samstarf gunnskóla og Menntaskólans á Ísafirði

Miðvikudaginn 9. mars s.l hittust skólastjórnendur grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum og Menntaskólans á Ísafirði á fundi. Umræðuefnið var efling samstarfs milli skólastiganna tveggja. Mikill hugur er í skólastjórnendum um að auka samstarf milli skólastiganna, bæði hvað varðar starfsfólk og nemendur. Næsti fundur skólastjórnenda verður haldinn í Grunnskólanum í Bolungarvík í byrjun maí og þar verða línurnar fyrir formlegra frekarar samtarf lagðar. 

Búningadagur!

Þar sem Öskudagur "féll niður" í þarsíðustu viku ætlum við að blása til búningadags í skólanum á morgun, miðvikudag. 

Skólinn lokar í dag kl 12:30

Vegna slæmrar veðurspár mun skólinn loka eftir hádegismatinn sem er kl 12:30 í síðasta lagi. Allir nemendur þurfa að vera sóttir. 

Skólahald fellur niður

Skólahald fellur niður á morgun vegna veðurs. Mjög slæm veðurspá er nú fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 23. febrúar og er komin appelsínugul veðurviðvörun frá morgni fram til miðnættis. Því hefur verið ákveðið, í samstarfi við sviðstjóra að fella niður allt skólahald á morgun. 

Frábær skíðadagur

Skíðaferðin okkar heppnaðist stórkostlega vel. Fengum gott veður og allir höfðu gaman hvort sem var á skíðum, bretti eða snjóþotu. Fengum okkur heitt kakó og nesti eftir klukkustund í brekkunum og drifum okkur svo aftur í brekkurnar. Þegar kom að heimför var hreinleg erfitt að koma öllum upp í rútu því fjörið var svo mikið. Strax er búið að óska eftir næstu skíðaferð:)

Skíðaferð

Við ætlum að fara í skíðaferð til Ísafjarðar á föstudaginn n.k. Mæting í skólann kl 8 eftir stundatöflu en rútan fer ca 8:40. Muna að taka gott nesti með og hlý föt. Skíðaleigan verður opin og fáum við 20% afslátt af verðinu https://www.dalirnir.is/wp-content/uploads/2022/01/Ski%CC%81dasvaedi-2022.pdf. Reiknum með að koma til baka rétt upp úr kl 11 og þá verður hádegismaturinn fyrir þá sem eru í mataráskrift. Nemendur fara heim að þessu loknu. 

Lestrarátak

Lestrarátakið gengur mjög vel hjá krökkunum. Núna eru þau búin að fylla aðra hillu af bókum sem þau hafa lesið. Í umbun verður Tarzan leikur í íþróttasalnum á fimmtudaginn kl 12:30-12:50 (hádegisfrímínútur) 

inniskór í óskilum

Góðan dag

kannast einhver við þessa inniskó sem hafa rykfallið hér í skólanum í óskilamunum?