Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | miðvikudagurinn 17. maí 2017

Heimsókn

1 af 4

Í vetur hafa væntanlegir fyrstu bekkingar komið í heimsókn til okkar í skólann. Samstarf milli skólastiganna hefur verið með því fyrirkomulagi að í haust skiptumst við á að fara í heimsókn, við í leikskólann og þær í heimsókn til okkar. Nú í vor hafa þær komið reglulega í heimsókn til okkar í grunnskólann og fengið að kynnast ólíkum námsgreinum. Hefur þetta fyrirkomulag gengið mjög vel. Þetta eru flottar stelpur og hlakka ég til á fá þær til okkar í skólann í haust.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 15. maí 2017

Skólasýning og Háskólalest á Suðureyri

Laugardaginn 20. maí frá klukkan 13:00 til 15:00. Verður skólasýning leikskólans og grunnskólans í íþróttahúsinu og grunnskólanum. Á sama tíma eða frá 11:00 til 15:00 verður Háskólalestin í íþróttasalnum og skólanum. Kaffisala verður í yngri hópa stofunni frá 13:00 til 15:00 og kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn, en frítt er fyrir nemendur í grunnskólanum á Suðureyri og Tjarnabæ. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóð nemenda og til foreldrafélag leikskólans.

Háskólalestin ferðast um landið með lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og býður einnig upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, og jafnvel leikskólabörn og framhaldsskólanemendur. Haldnar eru vísindaveislur fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, mælingum og pælingum, og frábærum efnafræðitilraunum. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 12. maí 2017

Fjölmenningarhátíð foreldrafélaga leik- og grunnskóla

Um 140 manns fylltu félagsheimilið á föstudagskvöldi til að fagna fjölmenningunni. Foreldrafélag leik- og grunnskólans skipulagði þar glæsilega hátíð sneisafulla af skemmtiatriðum og ljúffengum mat. Við innganginn voru básar þar sem mátti kynna sér ýmislegt menningartengt frá þeim þjóðum sem mynda okkar litla fallega samfélag. Nemendur leik- og grunnskóla Suðureyrar voru svo í aðalhlutverki í söng, dans, leik og upplestri með fjölmörg atriði á öllum þeim tungumálum sem prýða samfélagið í Súgandafirði. Á milli atriða gæddu gestir sér á gómsætu hlaðborði með mat frá Filippseyjum, Íslandi, Pólandi og Tælandi. Hátíðin var einkar vel heppnuð og það voru saddir og sælir gestir sem yfirgáfu félagsheimilið eftir frábært kvöld. Þessi stórglæsilega hátíð, vinnan sem stjórnir foreldrafélagana og foreldrar lögðu á sig er samfélagi okkar til mikils sóma.

 

Hér má skoða nokkrar myndir frá kvöldinu.

 

Fögnum fjölbreytileikanum!

| föstudagurinn 12. maí 2017

Matseðill 15-19 maí

Mánudagur grjónagrautur, kanill, rúsínur, slátur, brauð með osti/tómat

 

Þriðjudagur Fiskréttur með hrísgrjónum og grænmeti, ferskt salat

 

Miðvikudagur kjúklingaleggir, steiktar kartöflur (sætar og venjulegar) kokteilsósa, salat.

 

Fimmtudagur Stroganoff, kartöflumús og salat

 

                                                                           Föstudagur soðinn fiskur, soðið grænmeti, soðnar kartöflur

 

 

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | fimmtudagurinn 11. maí 2017

Reiðhjólahjálmar

Í dag fengi fyrstu bekkingar afhenta reiðhjólahjálma frá Kiwanis og Eimskip. Það var hann Ævar Einarsson sem kom og afhenti nemendum þá. Krakkarnir urðu mjög glaðir og þökkuðu fyrir sig,

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 10. maí 2017

Stormur

Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun. Við biðjum foreldra því að fylgja yngri börnum í skólann og gera ráðstafanir til að sækja þau eftir skóla. Skólinn er og verður opinn.

Bryndís Ásta Birgisdóttir Bryndís Ásta Birgisdóttir | mánudagurinn 8. maí 2017

Börn hjálpa börnum.

Nemendur í 4. - 6. bekk tóku þátt í árlegu söfnunarátki ABC barnahjálpar. Í ár mun söfnunarfénu vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu. Alls söfnuðust krónur 34.542,- Takk allir sem gáfu í söfnunina.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | föstudagurinn 5. maí 2017

Fjölmenningahátíð

Föstudaginn 12. maí verður fjölmenningarhátíð foreldrafélaga Grunnskólans og leikskólans Tjarnabæjar haldin í Félagsheimilinu og hefst klukkan 18:00. Markmið með þessari hátíð er að fagna þeim fjölbreytileika sem við höfum hér, kynnast ólíkum menningarheimum ásamt því að hafa gaman. Boðið verður upp á mat frá Íslandi, Tælandi, Filipseyjum og Póllandi ásamt skemmtiatriðum. Aðgangseyri er 1000 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn.

Nemendur fengu miða heim í dag til þess að skrá sig á þessa hátíð.

                        Hlökkum til að sjá ykkur

                                 Stjórn foreldrafélaganna.

                                                     

| fimmtudagurinn 4. maí 2017

Matseðill 8-12 maí 2017

Mánudagur Rótargrænmetissúpa, brauð með áleggi, ávextir, vatn og mjólk að drekka

 

Þriðjudagur Fiskbollur, soðnar kartöflur, rifið ferskt grænmeti, ávextir, vatn og mjólk að drekka

 

Miðvikudagur Tortilla með hakki, grænmeti, salsa, sýrðum rjóma, ávextir, vatn og mjólk að drekka

 

Fimmtudagur kjúklingalasagne, hvítlauksbrauð, salat, ávextir, vatn og mjólk að drekka

 

Föstudagur Gufusoðinn fiskur með osti, rifið ferskt grænmeti, soðnar kartöflur, ávextir, mjólk og vatn að drekka

 

Verði ykkur að góður

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 3. maí 2017

Marita fræðsla fyrir unglinga

1 af 3

Í dag hittust nemendur á unglingastigi frá Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Súðavík í grunnskólanum á Suðureyri og hlýddu á fræðslu- og forvarnarerindi um vímuefni í boði Vá Vest hópsins. Magnús Stefánsson frá Marita kom í heimsókn og hélt erindi fyrir nemendur.Við þökkum Vá Vest, Magnúsi og gestum okkar frá skólunum í kring kærlega fyrri komuna.

Við hvetjum jafnframt foreldra til að ræða við börn sín um erindið.

Eldri færslur

« 2018 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      
Vefumsjón