Skólaráð Grunnskólans á Suðureyri
Skólarráð 2024-2025
Almennt um skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra valinn af öðrum fulltrúum skólaráðs. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.
Verklagsreglur
Skólaráð starfar skv. grunnskólalögum. Það er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
Skólaráð fundar að jafni tvisvar á ári og oftar ef þurfa þykir.
Fulltrúar
Fulltrúar foreldra: Lilja Einarsdóttir og Emilía Górecka
Fulltrúi starfsmanna: Pétur Óli Þorvaldsson
Fulltrúar kennara: Jóhannes Aðalbjörnsson og Ólöf Birna Jensen.
Fulltrúar nemenda: Jóhann Kári Bjarnason og Vigdís Eva Leifsdóttir Blöndal
Fulltrúi nærsamfélagsins: Ólafur Halldórsson
Skólastjóri: Vilborg Ása Bjarnadóttir