VALMYND ×

Vikan 17. - 21. nóvember

Á mánudag buðum við foreldrum í heimsókn í tilefni degi íslenskrar tungu sem var 16. nóvember. Nemendur voru með upplestur og lásu ljóð eða sögur fyrir foreldra sína. Einnig var rætt um uppáhalds bókina sína.  Boðið var upp á kaffi og köku en það voru nemendur á unglingastigi sem bökuðu skúffuköku fyrir gesti. 

Við erum byrjuð á nýju verkefni sem tengist samvinnuverkefni okkar. Nemendur ætla að fræðast um jólin í ólíkum löndum. 

Síðasta vika nóvember mánaðar er framundan og allir farnir að vera spenntir fyrir þeim tíma sem framundan er.

Með von um að þið eigið góða helgi.