VALMYND ×

Vikan 1. - 5. desember

Þessa fyrstu viku desember mánaðar höfum við haft nóg fyrir stafni. Við vorum með opið hús á mánudaginn en þá voru foreldrar velkomnir að kíkja á börn sín í kennslustund.  Unglingar skreyttu jólatréð og sína stofu. Einnig hefur miðstigið verið að skreyta hjá sér. Föndurdagar voru á þriðjudag og miðvikudag en þá var nemendum skipt í hópa og gerðu ólík verkefni. Meðal verkefna voru að mála krukkur, gera pottaleppa og að búa til jólaskaut. Einnig er jólakortagerð að hefjast. 

 

Eigið góða helgi.