VALMYND ×

18.mars 2020

Vegna sóttvarna

 Við, eins og aðrir þurfum að gera ýmsar breytingar til uppfylla tilmæli Landlæknis vegna sóttvarna.

Þar sem kennarar og nemendur mega nú ekki fara á milli stofnana þarf ýmist að útvega forfallakennslu eða fækka tímum hjá nemendum. En þar sem staðan breytist ört gerum við ekki áætlanir langt fram í tímann, hér eru samt nokkur atriði sem við erum búin að sjá að þarf að gera.

Nemendur fara ekki í val á Ísafirði meðan á þessu stendur.

Við vitum að við verðum að fresta árshátíðinni en leggjum áherslu á að allir verði búnir að læra textann sinn þegar kemur að því að við getum farið að æfa.

Íþróttir verða úti ef veður leyfir og nemendur þurfa því ekki íþróttaföt og munu ekki fara í sturtu í skólanum.

Það er einna flóknast að sjá út hvernig hægt er að koma nemendum inn og út úr skólanum án þess að hópar hittist í anddyrinu og til að reyna að tryggja það biðjum við unglingana að mæta kl.8:10 á morgun og hinn. Unglingarnir verða inni í frímínútum fram að páskum og mið- og yngsta stig fara í frímínútur á sitthvorum tímanum.

Það verða smávægilegar breytingar hjá 4., 6. og 7.bekk á morgun, viðfangsefni í smiðjutíma geta ekki haldið sér og dönskutími 7.bekkjar færist fram þannig að skóladegi þeirra lýkur kl.12:30.

Við erum að reyna að gera okkar besta til að framfylgja því að nemendur blandist ekki milli hópa og hittist ekki á göngum skólans. Unglingarnir sækja sér mat í mötuneytið, nemendur yngsta stigs fá matinn sinn inn í stofuna sína og miðstigið borðar svo í mötuneytinu.

Við vitum að þetta verða skrýtnir dagar og biðjum ykkur að hjálpa okkur að útskýra þetta fyrir nemendum.

Kveðja

Jóna