Vikan 7. - 11.apríl
Nemendur sýndu leikþætti á Árshátíð Grunnskólans sem var á þriðjudaginn. Þemað hjá okkur var þjóðsögur og tækni. Allir hópar voru búinir að semja sitt atriði og stóðu þau sig öll mjög vel. Þetta var mjög skemmtilegt og ekki annað að heyra en að þau skemmtu sér líka. Að sjálfsögðu var skellt í ball að lokinni sýningu.
Á fimmtudaginn fengum við þá Frach bræður í heimsókn en þeir buðu nemendum á yngsta og miðstigi að hlusta. Þeir spiluðu Árstíðirnar eftir Vivaldi. Ýmislegt annað skemmtilegt gerðu m.a. að spila þrír á eina fiðlu. Þeir útskýrðu vel hljóðin sem tákna fugla, vindinn og rigninguna. Þetta var mjög skemmtilegt og það var ekki annað að sjá en að nemendur sem og kennarar nutu tónlistarinnar.
Einnig fengum við hana Birgittu Birgisdóttur leikstjóra í heimsókn. Hitti hún miðstig og bauð upp á leiklistasmiðju fyrir þau. Þessi atriði voru í tengslum við Barnamenningarhátíðina Púkann .
Nú er komið páskafrí og skóli hefst að nýju þriðjudaginn 22.apríl samkvæmt stundarskrá. Vonum að þið hafið það sem allra best um páskana með ykkar fólki.
Gleðilega páska