VALMYND ×

Vikan 31.mars - 4.apríl

Undirbúningur fyrir Árshátíðina er í fullum gangi þessa vikuna. Söngur heyrist frá kennslustofum og nemendur eru byrjaðir að æfa inn í Félagsheimili. Mikil spenna og gleði svífur yfir öllum. 

Árshátíðin okkar verður þriðjudaginn 8.apríl. Þemað í ár er Þjóðsögur. Við bjóðum upp á tvær sýningar eins og vanalega. Fyrri sýning hefst kl:17:00 og seinni sýningin er kl:20:00. Ball verður fyrir nemendur eftir seinni sýningu og reiknað með að því verði lokið kl: 22:00 

Á þriðjudaginn eiga nemendur að mæta kl:9:00. Generalprufa verður klukkan 10:00. Nemendur mæta síðan fyrir sýningar sem hér segir. 

Mæting í félagsheimilið á þriðjudaginn.

  • Klukkan16:30 fyrir fyrri sýningu
  • Klukkan 19:30 fyrir seinni sýningu.   

Hlökkum til að sjá ykkur.