VALMYND ×

5. -7. bekkur fékk skemmtilegt boð

5. - 7. bekk boðið á Árshátíð GÖ

 

Nemendum í 5. - 7. bekk í grunnskólanum barst boð á árshátíð í næsta firði. Grunnskólinn í Önundarfirði bauð okkur að koma til sín næsta fimmtudag og halda með þeim árshátíð frá k 19-21. 

Við ætlum að skella okkur með rútu yfir til þeirra og sjá sýningu sem þau eru búin að undirbúa. Njótum veitinga með þeim og dönsum til kl 21 en þá fer rútan með okkur heim.