VALMYND ×

Að lokinni þriðju viku í október

Að æfa talningu
Að æfa talningu

Vikan sem er að líða hefur verið æovenju róleg hjá okkur það er þó alltaf líf í tuskunum hér í skólanum og nemendur nota margvíslegar aðferðir til að læra. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur á yngsta stigi æfa sig í talningu.  Það er svo margt sem hægt er að breyta í leik og hjálpar börnunum okkar við að þjálfa hluti sem er gott að kunna reiprennandi.  Til dæmis talning og samlagningar og frádráttarleikir.

Á morgun og á mánudag er vetrarfrí.

Miðvikudaginn 23. verður svo foreldrafundur hjá okkur, sá fundur er hluti af þróunarverkefni skóalns og vonumst við eftir frábærri þátttöku. Nemendur fengu bréf með fundarboði á íslensku, pólsku og ensku með sér heim í dag. Fundarboðið er líka komið á facebooksíðu skólans.

Fimmtudaginn 24. október er svo sameiginlegur starfsdagur allra stofnana í Ísafjarðarbæ.  Dagskrá hans hefst 12:30 á Ísafirði, því þurfum við að ljúka kennslu kl.11.30 þann dag, matur verður þá frá 11.30 - 12:00.  Dagurinn samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu með þann tilgang að stuðla að því að starfsfólk Ísafjarðarbæjar nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu. 

Föstudaginn 25. hefjum við svo aðra lotuna í föstudagsverkefninu okkar og næstu fjóra föstudaga vinna nemendur verkefni að eigin vali í skólanum.  Það verður gaman að sjá hvað þeir velja að fjalla um og hvort þeir verða áhugasamari um verkefni sem þeir velja algjörlega sjálfir.

 

 

Starfsdagur starfsfólks Ísafjarðarbæjar 24. október 2019
Starfsdagur alls starfsfólks Ísafjarðarbæjar fer fram fimmtudaginn 24. október milli klukkan 12.30 og 16.00 í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Starfsdagurinn er ekki hluti af innra starfi stofnana bæjarins, líkt og hefðbundnir starfsdagar eru, og í einhverjum tilvikum er hann því ekki skráður t.d. á skóladagatöl. Hver og ein stofnun ákveður lokunartíma, enda getur hann verið mismunandi eftir vegalengd á milli staða.
Dagurinn samanstendur af fyrirlestrum og verkefnavinnu með þann tilgang að stuðla að því að starfsfólk Ísafjarðarbæjar nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu.