VALMYND ×

Bætt nethegðun

1 af 3

Bætt nethegðun

Lalli Töframaður heimsótti 5. - 10. bekk í dag og fræddi þau um bætta nethegðun. 

Verkefnið SmartBus, unnið af Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT, hefur verið í gangi frá árinu 2020. Verkefnið hefur það að markmiði að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu.  Með upplýsingum, myndum og spurningum eru þátttakendur látnir velta fyrir sér tækifærum og áhættu sem þeir upplifa í stafrænu umhverfi og hvernig þeir eiga samskipti við aðra í þessu rými.

Könnun SmartBus skilar okkur mjög góðum upplýsingum um hegðun barna 11 til 15 ára á netinu. Síðan árið 2020 hafa rúmlega 2000 nemendur svarað könnuninni, og niðurstöður verið greindar í tveimur skýrslum. Könnunin hjálpar SAFT, Heimili og Skóla, og öðrum hagsmunaraðilum að skilja stöðu barna á Íslandi hvað varðar áhættsama hegðun á samfélagsmiðlum, kunnáttu barna um netöryggi og um réttindi annarra, miðað við börn á öðrum Norðurlöndum. SmartBus er framkvæmt í Finnlandi, Svíþjóð (árið 2023), Hollandi og Belgíu.