VALMYND ×

Desember

Desember mánuður hefur liðið hratt hjá okkur enda nóg um að vera. Dagana 4. - 5. desember voru föndurdagar hjá okkur. 

Þann 14. desember skelltum við okkur síðan á jólasýningu í Turnhúsinu á Ísafirði. Þar fengu nemendur fræðslu um jólahald á árum áður. Einnig var þeim skipt í hópa og áttu að leysa lítið verkefni. Gekk það mjög vel hjá þeim.  Að lokum gáfu nemendur sér tíma til að skoða sýninguna betur. 

Í dag voru síðan Litlu jólin hér hjá okkur. Að venju komu jólaveinar í heimsókn og dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð.

Skólastarf hefst á nýju ári fimmtudaginn 4.janúar samkvæmt stundarskrá.

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.