VALMYND ×

Duglegir krakkar

Norræna skólahlaupið fór fram í dag, 3 árið í röð í Grunnskólanum á Suðureyri. Veðrið var einstaklega gott fyrir útihlaup. Fínn hiti og nokkrir dropar öðru hvoru svona aðeins til að kæla sig niður. Í ár buðum við upp á ávexti milli hringja og voru nemendur mjög ánægðir með það. Margir höfðu sett sér markmið sem þeir stóðust og allir gerðu sitt besta. Fyrir litla fætur er langt að fara 2 hringi á meðan aðrir fóru heila 6 hringi. En þess ber að geta að hringurinn er 2,5 kílómetrar og því fóru nemendur allir á bilinu 5 til 15 kílómetra í dag. 2015 hlupu nemendur að meðaltali 6,96 km og 2016 hlupu þeir 6,98 km. Í ár var meðaltalið 7,02 km. Alltaf tekst okkur að bæta okkur sem er auðvitað frábært. Við erum á þessum 3 árum búin að hlaupa yfir 800 km. Til hamingju Súgfirðingar með þessa frábæru krakka sem eru okkur öllum til sóma!

 

Hér má sjá myndir frá því í dag.