VALMYND ×

Ferð í Litla Bæ í Skötufirði

Nemendur á miðstigi og í 8.bekk fóru í Litla Bæ í Skötufirði í morgun í boði hjónanna Sædísar Ólafar Þórsdóttur og Gunnars Inga Hrafnssonar. 

Ferðinni var fyrst heitið í Raggagarð í Súðavík þar sem krakkarnir nýttu tækfærið og skelltu sér í aparóluna, hringekjunar og kastalann. Þar næst var farið á Kambsnes og útsýnið skoðað rækilega, teknar myndar og steinum kastað í allar áttir. Svo var haldið í Skötufjörð að skoða seli. Krakkarnir skemmtu sér hið besta við að klappa og ná athygli þeirra, telja og hoppa á milli steina. Að lokum var farið í Litla Bæ þar sem krakkarnir fengu skoðunarferð um bæinn, fræðslu um sögu þess og ábúendur og lærðu að strokka smjör. Krakkarnir gæddu sér svo á flatkökum með nýgerðu smjöri. Því næst fengu allir nýbakaðar vöfflur með heimagerðri sultu, rjóma og glassúr og heitt kakó. Öll fóru þau því södd og sæl frá Litla Bæ og mun fróðari um svæðið. 

Við þökkum Sædísi og Gunnari hjartanlega fyrir ferðina og allan þann fróðleik sem fylgdi með.