VALMYND ×

Foreldrafélag og skólaráð

Vel gekk að fá fulltrúa í skólaráð og nú vantar okkur aðeins fulltrúa samfélagsins og samkvæmt reglugerð á ráðið að gera tillögu um hann á fyrsta fundi.

Af foreldrafélaginu er það að frétta að einn stjórnarmaður úr núverandi stjórn er tilbúinn að halda áfram.  Það er hún Ólöf Birna.  Okkur vantar því fjóra foreldra sem eru tilbúnir að koma í þetta verkefni með henni.  Þetta er ekki mjög mikil vinna en mjög mikilvæg fyrir nemendur og samfélagið.  Það væri frábært að fá sjálfboðaliða í þetta.

Kveðja
Jóna