VALMYND ×

Frábær skólasýning

Eftir mikinn undirbúning þar sem m.a. nemendur í 5. - 10. bekk mættu og bökuðu í gær var skólasýning Grunnskólans á Suðureyri alveg frábær. Við byrjuðum á danssýningu inn í sal áður en við fórum inn í skóla þar sem gestir nærðu sig í kaffisölunni og skoðuðu verk nemenda. Árlegt skákmót skólans var haldið og þeir Stefán og Ágúst unnu. Ég vil þakka þeim Ásu, Öddu, Bryndísi, Ingibjörgu og Lindu kærlega fyrir, en þær sáu um skipulagningu og undirbúning Skólasýningar alveg frá A til Ö.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna og látum myndirnar frá sýningunni tala sínu máli, en þær má skoða hér.