VALMYND ×

Fréttir af miðstigi

Nemendur á miðstigi hafa brallað ýmislegt þessa síðustu viku í skólanum. Á mánudaginn fengu þau grjónagraut með kanilsykri, rúsínum og slátri eftir tiltekt í stofunni sinni. Á þriðjudaginn fóru þau í hjólaferð út á Skollasand og léku sér þar. Í dag fóru þau á Byggðasafnið á Ísafirði en eftir leiðsögn um safnið héldu þau í Raggagarð í Súðavík þar sem þau léku sér og grilluðu pylsur.