VALMYND ×

Fréttir af skólastarfinu vegna veirunnar

Það reyndi ekki mikið á breytingar hjá okkur í dag þar sem fá börn mættu í skólann vegna veðurs. 

Við höfum séð að við þurfum að gera nokkrar breytingar á daglegu starfi til að geta látið allt falla að tilmælum yfirvalda. Kennarar sem fara milli skóla munu ekki koma, því verður ekki dans og Ninna námsráðgjafi mun bjóða upp á símatíma eða skype - viðtöl. Við aðstoðum nemendur með það ef þarf. 

Nemendur munu ekki heldur fara á milli skóla og því verður ekkert val á Ísafirði - enda eru valgreinar þar felldar niður.

Við þurfum að skoða hvernig við förum með verkgreinar hjá 6.og 7. bekk og 2.-4. bekk, en á það reynir ekki fyrr en á fimmtudag. Þið fáið upplýsingar um það á miðvikudag.

Við höfum nú þegar aukið við þrif í skólanum og munum fá nemendur með okkur í lið við að uppfylla öll skilyrði hvað það varðar.

Og til viðbótar er svo mjög vond veðurspá fyrir morgundaginn og ef hún gengur eftir verður aðeins lágmarksstarfssemi í skólanum og þeir foreldrar sem það geta beðnir um að hafa börn sín heima og endilega láta okkur vita.

Frekari fréttir verða settar hér inn og á facebook síðu skólans rétt fyrir 7 í fyrramálið þegar við verðum búin að sjá hvernig staðan er.

Svo hlýtur vorið nú að fara að koma

Kveðja

Jóna