VALMYND ×

Fréttir eftir fyrstu vikuna

Kátir nemendur með Reykjaskólasnúða
Kátir nemendur með Reykjaskólasnúða
1 af 2

Skóli hófst samkvæmt stundaskrá á mánudaginn og var húsnæðið okkar þá næstum tilbúið, enn er verið að vinna smávegis bæði innan húss og utan og við höfum að sjálfsögðu þolinmæði fyrir því þar sem allt er að vera mjög fínt hjá okkur. 

6. og 7. bekkur fóru í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði ásamt Eddu Björk. Þar hefur allt gengið að óskum og allir lært mikið og skemmt sér vel. Þetta er talsverð lífsreynsla fyrir flesta og búast má við að þeir hafi frá mörgu að segja við heimkomuna. Hópurinn er bú á heimleið og verður á Ísafirði milli 17:00 og 17:30.  

Við tókum upp þá nýjung að vera með söngstund fyrir allan skólann í einu og er hún á miðvikudögum kl.11:10. Með þessari frétt fylgir stutt myndband frá fyrstu samverunni. Söngstundin er liður í að efla samkennd og auka orðaforða í íslensku hjá krökkunum. Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir að syngja með okkur á miðvikudögum ef þeir eiga heimangengt.  https://www.youtube.com/watch?v=dGo0h7v6haw

8.-10.bekkur áttu að fara í Hornstrandaferð á fimmtudag og föstudag en vegna slæms veðurs ákváðum við að fressta því og munum taka ákvörðun um aðra brottför með sólarhrings fyrirvara.  Það hefði ekki verið ljúf reynsla að ganga í 6 tíma í rigningu og roki og eiga þá eftir að tjalda og sigla svo heim frá Aðalvík í slæmu veðri svo við teljum betra að bíða færis með þetta en erum alls ekki hætt við.

Yngsta deild kláraði að vinna bekkarsáttmálann sinn í dag, nemendur þar ætla að vera vinir, hjálpast að og hafa vinnufrið. 

Unglingastigið byrjaði í vali á Ísafirði í vikunni og eftir því sem ég best veit gekk það all vel.

Sundkennsla hefst 9.september, kennari verður Guðríður Sigurðardóttir. Kennt verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum í fjórar vikur.

Ég bið ykkur að afsaka að myndirnar með þessari frétt eru á hlið, það var ekki nokkur leið að snúa þeim rétt. (JB)