VALMYND ×

Fréttir vikunnar 10.-14.desember 2018.

Jólatré úr jafnarma þíhyrningum
Jólatré úr jafnarma þíhyrningum
1 af 5

Starfið í þessari viku hefur litast nokkuð af jólaundirbúningi þó að við reynum að vera lágstemmd og halda væntingum í lágmarki í þeim efnum til að auka ekki á spennuna sem oft skapast hjá krökkum á þessum árstíma.  Nokkrar myndir af viðfangsefnum síðustu daga fylgja með þessari frétt. Hið árlega föndur foreldrafélagsins var haldið á þriðjudaginn og var það vel sótt.  Nemendur á unglingastigi bökuðu smákökur og seldu og mæltist það svo vel fyrir að fengu færri en vildu.  Rétt er að geta þess að ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda.  Í dag héldu svo Sara og nemendur Tónlistarskólans aukatónleika fyrir okkur sem enduðu með samsöng á jólalögum.

Í næstu viku verður venjulegur skóladagur mánudag, þriðjudag og miðvikudag.  Á mánudag og þriðjudag verða sérstakar jólasmiðjur frá kl.9:40 – 12:25.  Ef einhverjir foreldrar eiga heimangengt á þessum tíma lofum við því að það verður gaman að koma í heimsókn til okkar.  Á fimmtudaginn er svo síðasti starfsdagur fyrir jól og þá verða hin hefðbundnu ,,litlu jól” í skólanum.  Þá hefst skóli kl.9:00 og lýkur um kl.11:30.  Gert er ráð fyrir að nemendur skiptist á litlum pökkum, hver nemandi kemur með einn pakka sem má að hámarki kosta 700 krónur.  Pakkarnir eru svo settir í púkk, sem skipt er með því að allir draga einn pakka.  Þetta er alltaf mjög spennandi og skemmtilegt.