VALMYND ×

Fréttir vikunnar 13. - 17. maí

Það er búið að vera nóg að gera hjá öllum þessa viku enda líður að lok skólaársins. Í gær fimmtudag var Litla íþróttahátíðinn haldin á Flateyri. Yngsta- og miðstig fóru þangað og skemmtu sér konunglega. Nemendur í 9. og 10. bekk eru búin að vera í skólaferðalagi þessa vikuna. Þau hafa farið í flúðasiglingar og kíkt til Vestmannaeyja svo eitthvað sé nefnt. Þau eru væntanleg heim seinnipartinn í dag. 

Næsta vika verður nýtt í að klára það námsmat sem er eftir og einhverjir hópar fara í vorferðir.