VALMYND ×

Fréttir vikunnar 15.-19.mars

Útiíþróttir í mars
Útiíþróttir í mars

Við erum nú í óða önn við að skipuleggja þemadaga sem verða hjá okkur í næstu viku. Unnið verður með þemað ,,Ísland“ og nemendur munu vonandi læra margt bæði um landafræði og sögu í þeirri vinnu.  Við bjóðum ykkur að koma og sjá afrakstur vinnunnar næsta föstudag, það er þann 26.mars.  Þá munu nemendur kynna vinnuna, syngja fyrir ykkur og svo verða boðnar veitingar. Eins og áður reynum við að koma til móts við sem flesta og munum keyra prógrammið tvisvar. Það er klukkan 9:40 – 10:25 og svo aftur klukkan 11:00 – 11:45. Við vonum að sem flestir geti komið á öðrum hvorum þessum tíma.

Við erum enn að fikra okkur áfram með sýndarveruleikann, þetta er algjörlega nýr heimur sem tekur nokkurn tíma að koma sér inn í. Nemendur mið- og unglingastigs hafa nú fengið að prófa aðeins og hér fylgir með myndband sem unglingarnir gáfu góðfúslega leyfi til að yrði deilt með ykkur.  https://youtu.be/yFst_dcT7pE

Annars hefur þessi vika verið að mestu hefðbundin skólavika eins og flestir þekktu í gamla daga en eru ekki svo algengar lengur, nemendur hafa notið góðviðrisins og völdu að hafa íþróttir úti þó að það væri nú heldur kalt á stuttbuxunum enda bara mars.

Við erum búin að bóka flugið fyrir Brúarsmiðina og þeir verða með foreldrafræðsluna 13.apríl. Við vonum að allir foreldrar geti tekið það síðdegi frá í þágu barnanna sinna og samfélagsins hér á Suðureyri. 

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum.