VALMYND ×

Fréttir vikunnar 18. - 22.mars

1 af 2

Vetur konungur lét heldur betur vita af sér þessa vikuna þar sem appelsínugular viðvaranir voru ríkjandi hér hjá okkur.  Það hefur snjóað tölluvert hjá okkur og krakkarnir leika sér að fullu í snjónum á skólalóðinni. Að sjálfsögðu var skólinn opinn og margir létu sig hafa það að koma þó veðrið væri ekki sem best.
Á fimmtudaginn var páskabingó hjá okkur. Allir voru mjög spenntir fyrir því og lögðu sig fram við að fylgjast með tölunum á sínu spjaldi.  

Nú hefst páskaleyfi hjá okkur en skólinn hefst að nýju miðvikudaginn 3.mars klukkan 8:00 stundvíslega. 

Óskum nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra páska.