VALMYND ×

Fréttir vikunnar 2.-6. mars

Það er kominn mars og farið að birta þegar við komum í skólann á morgnanna, vorið verður komið áður en við vitum af.

Helsta verkefni þessrar viku var að koma árshátíðarleikritinu okkar í vinnslu. Að þessu sinni varð fyrir valinu að taka þætti úr Dýrunum í Hálsaskógi. Nemendur hafa fengið hlutverk og í sumum tilvikum deila tveir eða fleiri sama hlutverki, við eruma ð byrja að skoða leikmynd og  búninga og munum eflaust leita til ykkar með aðstoð við það. Samlestur er hafinn og í næstu viku byrja æfingar. 

Það voru skil á föstudagsverkefni í dag, að þessu sinni hafði aðeins miðstigið tekið þátt þar sem eldri hópurinn var í umferðarfræðslu á föstudögum. Skilin voru stórskemmtileg og verkefni nemenda eru alltaf að batna. Næstu þrjá föstudaga munum við nota til að vinna við árshátíðarleikritið. Nemendur munu vinna með sínar persónur. 

Í skólanum, eins og annars staðar er mikið rætt um covid 19 veiruna. Við leggjum áherslu á að veita nemendum fræðslu um leiðir sem draga úr hættu á smiti án þess að valda þeim hræðslu. Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar sem þið fenguð sendar í tölvupósti. 

Verkfall Fos-vest

Ef ekki verður búið að semja á mánudag mun verkfallið hafa þau áhrif hjá okkur að það verður ekki matur í skólanum. Við vonum auðvitað að til þess þurfi ekki að koma en biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum af þessu.