VALMYND ×

Fréttir vikunnar 2.-6.desember 2019

Nemendur læra um sögu Suðureyrar
Nemendur læra um sögu Suðureyrar
1 af 5

Skólaárið er rétt byrjað og samt kominn desember. Við erum aðeins farin að finna fyrir jólaspenningi í skólanum en reynum af mætti að hafa dagana sem venjulegasta út næstu viku en eftir það skellur jólagleðin á.

Á þriðjudaginn var nemendum á unglingastigi boðið á kynningu á vegum Klofnings á sögu Suðureyrar. Þar kynnti Eyþór Eðvarðsson söguna allt frá landnámi og til okkar daga. Þetta var mjög fróðlegt og krakkarnir voru áhugasamir og lærðu margt nýtt.  Eyþór færði skólanum einnig fleiri steina að gjöf frá Guðmundi Júlíussyni, það var Weronika Anikiej sem tók við gjöfinni fyrir hönd skólans. 

Nú þá héldu unglingarnir einnig spilakvöld þar sem yngri og eldri nemendur spiluðu saman og þar var mikil gleði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í söngstundinni æfum við nú jólalögin og ég minni á að það eru allir velkomnir að syngja með okkur á miðvikudögum klukkan 11:20.

Miðstigið kláraði sitt lestrarátak í dag, þau ætluðu að lesa í að lágmarki 5040 mínútur á þremur vikum. Það tókst, þau lásu 5120 mínútur samtals. Það gera um 21 mínútu á barn á dag. Það lásu þó ekki allir jafnt og sumir lásu mjög lítið þannig að við sjáum að það er hægt að gera betur. Færni í lestri byggir að mestu leyti á þjálfun hjá flestum nemendum. Það getur þó verið miserfitt fyrir nemendur að ná tökum á lestrinum en í þessu eins og öllu öðru er mikilvægt að hafa í huga að ,,æfingin skapar meistarann“ og aukaæfing gerir enn betur.

Kveðja

Jóna